Færsluflokkur: Bloggar

Dali og Picasso

Borðað fyrir utan Dalí-safniðBjarni fekk ad rada dagskranni i dag. Honum fannst omogulegt ad koma her og fara ekki a sofn sinna uppahaldslistamanna.

Vid tokum tvi daginn snemma (fyrir hadegi) of tokum lestina til Figueras, faedingarbaejar Dali. Tar er ad finna staersta safn verka hans. Samkvaemt upplysingum a hotelinu taeki lestarferdin um halfa adra klst. Vid lentum hins vegar audvitad i lest sem stoppadi hvar sem sast til naesta baejar - og tad er ansi vida a Spani!

En tetta var tess virdi. Hvad sem monnum finnst um Dali er gjorsamlega oborganlegt ad skoda tetta safn.

Vid tokum svo hradlest heim til Barcelona og nadum ad fara hradferd i gegnum Picasso-safnid. Tad er audvitad lika storkostlegt, en madur a ekki ad taka tvo svona sofn a sama degi. Vid bara klikkudum a tvi ad tad var allt lokad i gaer, manudag.

Gengum ad lokum um hverfid umhverfis Picasso-safnid og snaeddum hinstu kvoldmaltidina, tvi a morgum holdum vid aftur heim til Arosa, an tess ad hafa nad ad skoda nema um helming tess sem er algjorlega bradnaudsynlegt ad skoda i tessari storkostlegu borg.


Rolegur dagur

Þjóðarréttur sveitamanna í KatalóníuTokum tad rolega i dag. Gengum Rombluna upp og nidur, litum inn i budir og kaffihus. forum siddegis i tveggja tima skodunarferd.

Tetta er otruleg borg - og otrulega skitt ad MA kennarar skyldu ekki tiggja bod Arnar Tors um ad skoda borgina undir hans leidsogn i fyrra. Hann sendi mer nokkra punkta um hvad madur aetti ad gera i borginni og hvad ekki. Vid erum buin ad gera tetta allt (baedi tad sem atti ad gera og hitt!) .

Tad er okkur alveg ljos ad vid naum alls ekki ad skoda allt sem okkur langar til a tremur dogum - hver vill koma med okkur hingad aftur og ta med Orn sem leidsogumann? 


Ronaldiniho - hvernig er tetta haegt?

Bjarni á Nou CampFraebaer dagur i gaer, vedrid eins og a besta islenskum sumardegi, hitinn um 20 stig og solskin med koflum. Bjarni fekk ad lura adeins frameftir en vid gomlu forum i gongufor um gamla baeinn og endudum a ad fara i messu i domkirkjunni - mikil skrautsyning presta. Slepptum altarisgongunni en vorum ad hugsa um ad ganga til skrifta. Haettum vid tad af ymsum astaedum sem ekki verda raktar her.

Bjarni slost svo i hopinn og vi rafudum afram um torgin i gamla baenum. Karnivalstemming yfir ollu og oll torg full af folki og uppakomum. Horfdum m.a. a keppni i ad reisa turna ur folki, gomul hefd her i Kataloniu og otrulegt a ad horfa.

Svo var haldid a Nou Camp. Tvilik upplifun, naestum uppselt a vollinn sem tekur 100.000 manns og storskemmtilegur leikur. Sigur vannst med tveimur morkum sem snillingurinn skoradi - og syndi auk tess kunstir sem madur helt ad vaeru bara i teiknimyndasogum - va!


Solin settist bak vid fjollin...

Fyrsta kvöldið í BarcelonaHeldum i ferdalag i gaer, fra Arosum i toluverdu frosti og skitakulda og letum ekki stadar numid fyrr en vid vorum komin ad strond Midjardarhafsins. Lentum i Girona i solskini og 15 stiga hita  og tokum rutu til Barcelona. Ut um gluggana a rutunni horfdum vid a solina setjast a bak vid fjollin, nokkud sem var gaman ad upplifa eftir nokkurra manada hle.

Vid attum pantada gistingu a gistihusi i midbaenum. Tetta reyndist hid agaetasta hostel i hlidargotu vid Rombluna, innan vid 50 metrar - og vid erum a midri teirri miklu gotu. Forum ut i vedurbliduna, allar gotur pakkadar af folki, skrudgongur og karnivalstemming i kvoldblidunni.

Fengum okkur loks ad borda a veitingahusi i einhverri smagotunni, odyr matur, en eg efast um ad Bjarni muni leggja i ad panta ser djupsteikta kidlingaleggi aftur a naestunni!


Engar fréttir??

Aldrei þessu vant er lífið þessa dagana í nokkuð föstum skorðum. Það viðrar ekki til ferðalaga, Bjarni í sínum skóla og handbolta, Gunna í sínum skóla með heilmikla heimavinnu og hjá mér er háskólinn kominn á fulla ferð.

Ég er svolítið þreyttur á "teóríukjaftæði" í tölvudeildinni, þannig að ég ætla ekki að sitja þar nema tvo áfanga, og aðeins annan þeirra af fullum krafti. Það er áfangi sem fjallar um hönnun margmiðlunarefnis og á að vera mikið verklegur. Raunar runnu á mig tvær grímur varðandi þann áfanga þegar farið var að ræða um hugsanlega verkefni. Allar hugmyndir og gömul verkefni sem kennarinn kom með virðast mér byggjast á að hanna listræna, stafræna viðburði í miðbænum. Ekki alveg minn stíll! Datt þó í hug að breyta Dómkirkjunni þannig að menn gætu með ljósasjói og öðrum kúnstum breytt henni í aðrar kirkjur að eigin vali. Þýðir ekkkert að ráðast á garðinn...

Ég er því búinn að skrá mig í áfanga í jarðfræðideildinni sem lofa góðu - gaman að rifja upp hluti sem maður á að kunna.

Svo er vetrarfrí hjá Bjarna í næstu viku. Við vorum löngu búin að ákveða að fara þá í ferðalag og eftir að hafa flakkað um vef Ryan Air enduðum við á því að kaupa farseðla til Barcelona. Er Örn Þór búinn að setja saman fyrir okkur hugmyndir að dagskrá sem eiga örugglega eftir að koma sér vel. Það er svo rúsínan í pylsuendanum er að mér tókst að verða mér úti um miða á Nou Camp á leik FC Barcelona á sunnudagskvöldið. Mér skilst að leikurinn verði sýndur á Sýn, við skulum veifa!!


Góðir gestir

KvöldgestirÉg hafði það víst við orð þegar ég flutti frá Íslandi að "ég myndi ekki forðast Íslendinga í Danmörku, en heldur ekki sækjast sérstaklega eftir samneyti við landann hér úti".

En þegar fyrrum nemendur manns eru allt í einu komnir í hóp skólasystkina manns er að sjálfsögðu ekkert sjálfsagðara en að bjóða þeim í heimsókn í mat og drykk og eiga skemmtilega kvöldstund saman.

Af því það er sérstök íþrótt kennara við MA að rifja upp hver hafi orðið stúdent og hvenær, er það spurning dagins - hvert er fólkið og hvenær brautskráðist það frá MA?


Lífið heldur áfram með sínar lexíur

Bíllinn rúðulausÞað hefur verið heldur lágt á okkur risið, það er svo sem allt í lagi að tapa leik, en ekki svona, fyrir Dönum og það einmitt á meðan við erum hér í landinu. Þetta var rosalega sárt, og það verður að játast að það hlakkaði svolítið í okkur í kvöld þegar Danir lentu í svipuðum leiðindum.

Svo lærði ég mína lexíu í kvöld. Bjarni var að spila handbolta og við drifum okkur á staðinn að horfa. Þegar við mættum að íþróttahúsinu var þar hvergi bílastæði að fá enda að byrja á svæðinu mikil sýning "Erotic 2021 - aðeins fyrir fullorðna". Eftir nokkurt hringsól fengum við þó stæði og drifum okkur af stað til að horfa á handboltann, orðin alltof sein. Þegar við gengum frá bílnum segir mín ektakvinna: " Er ekki veskið þitt í bílnum"? Ég svaraði því játandi, en það væri svart og undir mælaborðinu í myrkrinu. Nennti sem sagt ekki að snúa við og sækja það eða fela betur í bílnum.

Þegar við komum svo aftur út og að bílnum var auðvitað búið að brjótast inn í hann og stela veskinu. Ekki var hreyft við neinu öðru engar skemmdir unnar utan brotnu rúðuna. Ekki var króna í veskinu, ég hafði gjörsamlega tæmt það í kaffisjálfsala í skólanum í dag. Við lokuðum kreditkortum sem í því voru án þess að króna hefði náðst út af þeim. Mesta tjónið er sennilega fermingarmynd af Gunnu og lýsi ég hér með eftir gömlum og hallærislegum myndum af henni.

Annars er fátt um leikinn hjá hjá Bjarna að segja, liðið stóð sig illa, en Bjarni nokkuð vel.


Stutt í leik

Skammt í leikSpennan magnast, Bjarni er búinn að ganga með íslenska fánann í skólanum í allan dag og slapp ómeiddur heim. Nú er hann farinn upp í íþróttahús að horfa á leikinn með liðsfélögum sínum - og fór með fánann góða. Við vonumst eftir bæði Bjarna og fánanum heim aftur í kvöld.

Öðruvísi dagur - en líka ógleymanlegur

Slappað af á hótelinuTókum það rólega á sunnudagsmorguninn eftir alla spennuna og spennufallið á laugardaginn. Kúrðum undir sæng fram yfir hádegi (meira að segja ég!) enda veðrið hundleiðinlegt og ekkert annað gera en bíða eftir að ballið byrjaði í Halle síðdegis. Vorum ákveðin í að ná góðum sætum í tjaldinu til að horfa á leik Þýskalands og Íslands. Héldum því tímanlega af stað og tókum það rólega til Halle, ég ók á aðeins um 100 km hraða eftir hraðbrautinni. Það þótti Bjarna illa farið með góða hraðbraut og held ég að hann hafi saknað þess að hafa ekki Helga undir stýri!

Þegar við mættum að höllinni var fólk tekið að flykkjast að hliðunum, en þá reyndist af einhverjum ástæðum enn klukkutími í að svæðið yrði opnað. Bjarni tók að sér að standa í röðinni í slagviðri og kulda. Við gömlu settumst aftur út í bíl og settum í gang til að halda á okkur hita. Til þess að hinn íslenski dagljósabúnaður lýsti ekki stöðugt á fólk sem var að mæta á svæði setti ég stöðuljósin á. Það varð seint um kvöldið til þess að ég lærði þýska orðið "Starthilfe", en það er önnur saga. Þegar loks var hleypt inn og við komumst til Bjarna var hann bara nokkuð hress, enda hafði einhver góðviljaður heimamaður mætt í röðina með fullan poka af litlum Jägermeister flöskum og útdeilt til þurfandi.

Ekki var jafnmargt í tjaldinu og daginn áður, og allt önnur stemming á svæðinu. Það var alveg ljóst hvaða þjóðir komust áfram og þjóðverjar mjög afslappaðir. Við reyndumst einu Íslendingarnir á svæðinu og reyndum okkar besta til að klappa fyrir okkar mönnum innan um þúsund þjóðverja sem bara brostu góðlátlega að okkur. Samt ótrúlega gaman að upplifa stemminguna við sjónvarpið! Leikirnir í höllinni voru svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir, a.m.k. ekki eftir hasarinn í gær. Túnisar sáu þó fyrir nokkurri skemmtun í undir lok leiksins við Frakka.

Það var svo með söknuði sem við héldum heim í dag. Ókum sem leið lá í fallegu veðri norður eftir þýskalandi og stoppuðum ekki sem heitið getur fyrr en í Flensborg. Þar gerðum við langt stopp, skoðuðum bæinn - og eins og ekta Danir fylltum við bílinn af bensíni, bjór og brennivíni áður en við héldum yfir landamærin.

Nú er hins vegar spennan tekin að magnast enn á ný. Framundan er leikurinn við Dani. Ef við vinnum er líklega betra að láta fara lítið fyrir sér um sinn, ef við töpum verðum við örugglega að þola margar háðsglósurnar. Þótt það hljómi undarlega hlakkar Bjarni til þess að mæta í skólann á miðvikudaginn!


Ég á varla orð - þetta er svo gaman!

Gerry Weber höllin í HalleÞvílíkir dagar! Við tókum sem sagt saman nokkar hafurtask eftir hádegið á föstudag og drifum okkur af stað til Þýskalands. Tókum stefnuna á bæinn Georgsmarienhütte (sem ég geri ráð fyrir að allir viti hvar er). Reiknuðum með um sex tíma ferð með stuttum stoppum, en tafir á hraðbrautunum umhverfis Hamborg töfðu förina nokkuð, og svo tók auðvitað þennan klassiska hálftíma að finna hótelið eftir að komið var á svæðið. Eins og ég raunar vissi fyrir er hótelið gamalt sveitasetur langt utan næsta þéttbýlis (á þýskan mælikvarða).

Gærdagurinn (laugardagur) mun örugglega seint gleymast. Drifum okkur til Halle undir hádegið og skoðuðum þann litla en notalega bæ. Vorum auðvitað alltof snemma á ferð og urðum að drepa tímann til klukkan þrjú þegar íþróttahöllin yrði opnuð. Fátt er að skoða í Halle, svo við fórum í stuttan bíltúr til Bielefeld og villtumst þar um hæfilega lengi.

Síðan héldum við í Gerry Weber höllina í Halle - glæsilegt mannvirki. Ballið byrjaði raunar í risatjaldi utan við höllina þar sem við horfðum á leik Þýskalands og Frakklands á stórum skjá ásamt nokkur þúsund þýskum áhorfendum. Var ekki síðri stemming í tjaldinu en á góðum handboltaleik. Urðum þó að yfirgefa tjaldið fyrir leikslok vegna þess að leikur Íslands var að hefjast í höllinni.

Og svo var það höllin sjálf og leikur Íslands og Slóveníu. Það er útilokað að lýsa tilfinningunni. Vorum í fínum sætum, höllin næstum full (eftir að Þýslandsleiknum lauk í tjaldinu), hiti, hávaði og spenna. Undir leikslok, þegar okkar menn hleyptu óbærilegri spennu í leikinn með mistökum sínum, var ég alveg að niðurlotum kominn - en allt fór vel að lokum.

Horfðum að lokum á leik Póllands og Túnis en spennufallið var slíkt eftir Íslandsleikinn að við ákváðum um miðjan síðari hálfleik að halda bara heim á hótel, enda leikurinn orðin algjör einstefna að marki Túnis.

Nú erum við að búa okkur undir aðra lotu í Halle síðdegis í dag. Fyrst leik Íslands og Þýskalands í tjaldinu góða og svo tvo leiki í höllinni. Verst að enginn leikjanna hefur neina verulega þýðingu, það er ljóst hverjir komast áfram og skiptir ekki höfuðmáli hverjir mætast í átta liða úrslitum, allt sterk lið sem eiga þó sína slæmu daga.

En við hlökkum til dagsins, sérstaklega leiksins við Þjóverja, þótt við sjáum hann bara á skjánum. Gaman að horfa á sjónvarp innan um þúsundir Þjóðverja!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband