Á heimleið

Sauðir í StavangerÓkum í morgun sem leið liggur norður til Stavanger. Mjög falleg leið ef marka má fjölda útskota, greinilega ætluð til að stoppa og taka myndir. Við sáum hins vegar lítið annað en þoku og rigningu einn daginn enn. Raunar hékk næstum því þurrt meðan við gengum um miðbæinn í Stavanger um hádegið, en annars hefur ekki verið hundi út sigandi í dag.

Frá Stavager héldum við áfram norður um ótrúleg vegamannvirki Norðmanna, ótal jarðgöng, brýr og ferjur.

Stoppuðum á eynni Stord og fundum þar skyndibitastað. Þar pantaði ég einu pizzuna sem til var, en sumarstarfsmaðurinn gleymdi henni í ofninum og hún eyðilagðist. Ég fékk lítinn hamborgara í sárabætur. 

Komum til Bergen undir kvöldið og áttum pantaða gistingu í "Bed and Breakfast" úti á Askøy. Það runnu á okkur tvær grímur þegar við vorum farin að keyra malborinn kerrustíg eftir einstigi utan í klettunum á eynni. En þetta reyndist rétta leiðin og við fundum húsið að lokum. Húsfreyjan leigir þar út tvö herbergi og er aðstaðan hin huggulegasta.

Annars finnur Gunna Noregi flest til foráttu þessa stundina. Veðrið er verra en í Danmörku, vegirnir ömurlega illa merktir (ég tek raunar undir það) og verðlagið er næstum eins og á Íslandi. Það gekk þó fyrst alveg fram af henni að ganga um miðbæ Stavanger, m.a. framhjá lokuðum skóbúðum og ekki einn einasti skór verðmerktur í gluggunum. Þetta plagaði mig þó ekkert. Það var hins vegar gaman að finna þessar fallegu sauðkindur í miðbænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband