5.7.2007 | 19:25
Síðustu gestirnir
Nú er stutt eftir, en lengi er þó von á einum eins og þar segir. Haraldur og Rósa mættu hér í bröns í morgun. Gaman að fá svona Danmerkuráhugafólk heimsókn. Spjölluðum lengi og fórum svo í bíltúr um hverfið.
Annars fór dagurinn í síðustu verslunarferðina í bæinn og svolítið af þrifum. Gáfum vinum okkar, Pólverjunum dálítið af húsgögnum og svo ónýtt sjónvarpstæki sem þeir eru vissir um að þeir geti gert við og notað.
Fórum svo í kvöld á hverfiskrána okkar við smábátahöfnina og borðuðum þar kvöldverð og kvöddum starfsliðið. Gengum heim, og þótt þetta sé aðeins 10 mínútna gangur urðum við holdvot, því nú rignir sem aldrei fyrr. Og svo les maður á bloggsíðum Akureyringa að þeir fagni rigningu dagsins!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl bæði. Ætlum að óska ykkur góðrar ferðar heim, siglandi og akandi.Bíðum síðan eftir að endurgjalda frábærar´móttokur í mars. Sumarkveðjur úr Kjarrheiðinni. Gerður og Gylfi.
,Ps. Jónas minn, ekki gleyma pokanum mínum úr Stof og Stilþ Kveðja
Gerdur Janusdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.