Borið í gám

Jónas og Stefán í GámnumVið lukum við að pakka í morgun og þegar það stytti upp í hádeginu bárum við allt dótið út á bílastæði í þeirri trú að ekki myndi rigna frekar í dag. Fengum Pólverjana af neðri hæðinni til að hjálpa okkur. Gámurinn kom klukkan 15:00 eins og um var samið. Þá voru líka komnir á staðinn íslendingar, Stefán og Oddný með dót fyrir vin sinn sem átti að fara með í gáminn.

Nú tók að þykkna í lofti, en með góðri hjálp Pólverjanna og Stefáns tókst þó að koma öllu þurru í gáminn, en skömmu síðan byrjaði enn að rigna eins og hellt væri úr fötu.

Nú er sitjum við tómri íbúðinni og eigum í raun bara eftir að þrífa og ganga frá. Eigum þó von á gestum á morgun.

Annars snúast fréttatímar hér núna um Hróarskelduhátíðina sem er að sökkva í vatn og drullu. M.a. er fjöldi bíla sokkinn í drullu á bílastæðunum og verður ekki haggað þaðan um sinn. Er Danni ekki annars að vinna sem bílastæðavörður á svæðinu? Það hlýtur að vera ánægjulegt starf þessa dagana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkrar ungar stúlkur úr Mývatnssveit fóru á hátíðina - vonandi gaman hjá þeim.

Gangi ykkur vel við lokafráganginn og góða ferð.  Það hefur verið gaman að fylgjast með lífinu í Árósum, en það verður líka gott að fá ykkur heim aftur.

sigrstef (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 391

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband