Sundkappar og safnaferðir

Buslað í sjónum á Fölle ströndinniAðeins skroppið í búðir í gærmorgun, en þegar brast á með blíðviðri um hádegið var ekki lengur til setunnar boðið. Pökkuðum nesti og nýjum, dönskum skóm í körfu og héldum á uppáhaldsströndina okkar, Følle strand, lögðumst þar í sólbað og busluðum í sjónum fram eftir degi. Ég tók auðvitað töluvert af myndum (og bróðir minn tók einar líka tvær). Mér voru hins vegar settar nokkrar skorður hvað varðar birtingu myndanna á vefnum.

Síðdegis sýndum við gestunum meira af Mols og skoðuðum okkum m.a. um í Femmøller og Ebeltoft.


í dag var fyrst haldið í Bazar Vest og City Vest, en upp úr hádegi ókum við norður til Gl. Estrup og skoðuðum söfnin þar. Byrjuðum á herragarðssafninu, en síðan héldum við yfir á landbúnaðarsafnið. Var ósköp notalegt að ganga um með litlabróður og skoða vélarnar, sjá marga gamla kunningja úr sveitinni eins og Massey Ferguson Starra í Garði og Fordson Major þeirra Vogunga (eða áttu þeir kannski bara Ford?). Þegar loka átti safninu munaði minnstu að við yrðum innlyksa hjá gömlum þreskivélum og þúfubönum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 428

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband