Blautur dagur í Bergen

Bleyta í BergenBergen stóð svo sannarlega undir nafni sem blautasta borg í Evrópu í dag. Við reyndum að skoða okkur um í borginni, en hrökkluðumst alltaf jafnharðan inn á veitingahús eða í verslanir undan vatnsveðrinu.

Innanhúss fengum við svo létt sjokk - verðlagið í þessum mikla ferðamannabæ er út úr öllu korti. Kannski bara gott að taka það út hér en ekki þegar heim er komið. Að kaupa sér hvítvínstár og lítinn bjór á um 1.300 íslenskar krónur er nú ekki í lagi!

En við reyndum að gera gott úr þessu öllu saman, maður á nú ekki brúðkaupsafmæli nema einu sinni á ári.

Núna undir kvöldið er að mestu stytt upp og við búin að troða í bílinn, sumt blautt, annað þurrt, allt í einum graut. Guð forði tollvörðum á Seyðisfirði frá því að fara að gramsa í dótinu okkar!

Leggjum svo í hann snemma í fyrramálið með Norrænu til Færeyja og Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn kæru hjónakrútt.

Gangi ykkur vel á leiðinni heim.
Af veðrinu hér er það hins vegar að frétta að í morgun keyrðum við kornin útúr þokunni til Mývatnssveitar í 15 stiga hita sól og blíðu. Þáðum kaffi og kleinur á Grænavatni og héldum sem leið lá til Húsavíkur í 6 stiga hita og skýjaþykkni. Veðurspár fyrir norðurland sýna síðan lítið annað skúri, ský og rigningu.  Ég held þið séuð að fara í ranga átt!!!

En það verður gaman að fá ykkur heim aftur hvað sem veðrinu líður.
Bestu kveðjur
Helga Þyri og Þórður

Helga Þyri og Þórður (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:57

2 identicon

Til hamingju með brúðkaupsafmælið foreldrar góðir, rétt gleymdi þessu þegar ég heyrði í þér í dag.

Góða ferð

Tommi og co

Tommi sonur (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:40

3 identicon

Sæl hjón og til hamingju með afmælið.

Við erum núna í Danmörku, nánar tiltekið á tjaldsvæðinu í Ebeltoft. Hér er sól og vindur af hafi. Helga segir að þetta sé kaldur vindur, hún þykist vera í sólbaði en ég sit hjá henni í flíspeysu og finn ekki fyrir kulda. 

Danir kunna að búa að sínum gestum, þetta er fyrsta tjaldsvæðið sem við erum á sem er með þráðlaust netsamband enda náum við engu sambandi við Sindra Geir.

Bestu kveðjur, Óskar, Helga og synir. 

Óskar Ingi Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband