Fjölmenni á þjóðhátíð

Kvöldganga í EgåÞótt fyrirsögnin hljómi eins og í Mogganum eftir verslunarmannahelgi, þá á þetta við um Bredkær Vænge þann 17. júní.

Hér komu sem sagt í gær Óskar, Helga og synirnir þrír akandi utan úr rigningunni í gær og fengu að tjalda sínu fellihýsi á bílastæðinu. Vakti það brambolt nokkra athygli nágrannanna, og gengu pólverjarnir af neðri hæðinni nokkra hringi í kringum landroverinn. Þykir hann líklega nokkuð tröllslegur fyrir danskar íbúðagötur.

Svo komu Árni, Kristín og Sveinn Áki úr ferð sinni til Skagen og komu sér fyrir í gestaherberginu.

Eftir kvöldmatar-kjúklingabringurnar förum við í langa gönguferð um Egå og komum m.a. við á hverfiskránni góðu við höfnina.

Nú bíðum við eftir því að Elísabeth birtist með lestinni frá Kaupmannahöfn. Þegar hún verður komin verður hér þjóðhátíðarkvöldverður með þessum stóra gestahópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ.

Það er greinilega altaf nóg að gera hjá ykkur í gestamóttökunni :-) Enda hver að verða síðastur að heimsækja ykkur, ekki satt.

En ég hlakka til að bjóða ykkur í kaffi á Akureyri þegar sumri tekur að halla :-)

Knús Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 429

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband