Veiðimenn

Breki og FjölnirBjörk, Díi, Breki og Fjölnir komin í heimsókn. Sóttum þau til Billund í fyrrakvöld og höfum verið á fullu síðan að sýna þeim nágrennið. Veðrið eins og það getur best orðið, glampandi sólskin og hitinn nærri 30 stig. Enda eru menn teknir að sólbrenna og hafa þær systur grafið upp það húsráð að bera jógúrt á verstu brunasvæðin. Hér angar því húsið eins og Mjólkurbú Flóamanna, ég held raunar að þær hefðu átt að nota karamellujógurt, svona upp á litinn!

Við fórum í Tívólið síðdegis í dag. Ég ætlaði auðvitað að sýna minn annálaða hetjuskap í tækjunum, en það er skemmst af því að segja að ég var bullandi sjóveikur í einhverju sjóræningjaskipi og varð að láta mér nægja barnatækin eftir það.

Þeir bræður sækja grimmt á ströndina og slást þar við krabba og marglyttur. Höfðu raunar útbúið sig að heima með það í huga að meira væri um hvali og sæskrímsli við strendur Jótlands en raun varð á.

Í hitanum í dag óðu þeir á haf út eins og myndin sýnir. En "allir komu þeir aftur" eins og segir í ljóðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 469

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband