Gleðilegt sumar - fest og festival

Á festivalinu í HornsletSumardagurinn fyrsti var í gær að dönsku tímatali. Ekki frusu hér saman sumar og vetur að þessu sinni, en vonandi kemur það ekki að sök.

Hjá okkur er nú allt að færast í rétta horfið aftur, Bjarni orðinn sjálfbjarga þó hann sé enn á hækjunum. Hann fer heim til Akureyrar á mánudaginn og því var ekki lengur undan því skotist að halda mikla kveðjuveislu fyrir bekkjarfélagana. Við gömlu tókum að okkur að elda mat ofan í rúmlega 20 krakka og tókst bara vel til. Frábær hópur og undarlegt til þess að hugsa að marga úr þessum vinahópi mun Bjarni aldrei hitta framar, þrátt fyrir fögur fyrirheit. En það hefur þessi vetur sannað okkur betur en nokkuð fyrr eða síðar hvílíkt afburðafyrirkomulag hið hefðbundna bekkjakerfi er í raun. Enda eru Danir búnir að setja í sína löggjöf að bekkjakerfi skuli notað þar sem þess sé nokkur kostur.

Að lokinni máltíðinni stóðum við gömlu við það fyrirheit okkar að láta okkur hverfa í nokkra klukkutíma. Nú kom sér vel að það var komið sumar og enginn bær í Danmörku er svo aumur að hann haldi ekki festival eina helgi á hverju sumri. Við höfðum fengið veður af því að  verið væri að setja slíkt festival einmitt þessa stundina í bænum Hornslet, hér skammt fyrir norðan okkur. Svo vel vill líka til að áætlunarbíllinn til Hornslet stoppar rétt fyrir utan húsið okkar. Við röltum út á stoppistöð og tókum okkur far með næstu ferð. Rútan reyndist full af góðglöðum unglingum á leið á sama festival og við. Rúta þræddi svo þrönga sveitavegina um akra og engi milli sveitaþorpa uns komið var til Hornslet.

Í Hornslet gengum við svo bara á hljóðið og fundum fljótt hátíðarsvæðið með tjöldum, tónlist og bjór. Einstaklega skemmtilega "sveitó" útihátíðarstemming. Þarna dvöldum við svo fram eftir kvöldi og fórum m.a. á tónleika með frábærum, skoskum tónlistarmann, svona einhverskonar "One man bluesband".  Komum loks við á krá í miðbænum meðan við biðum eftir rútunni heim í náttmyrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 469

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband