Vatnsveituframkvæmdir

090Mér dettur ekki hug að kvarta frekar yfir veðrinu. Danir segja einfaldlega að það muni stytta upp með vorinu - og þetta segja þeir nákvæmlega í sama tón og við segjum að það muni stytta upp með kvöldinu.

Vatnssullið hefur svo sem líka sínar skoplegu hliðar. Við hjónin vorum einu sinni sem oftar í smá gönguferð, að þessu sinni um stórt íbúðahverfi sem allt var skipulagt og byggt upp á 8. áratugnum. Stórt svæði í miðju hverfinu, þar var leikskólinn, skólinn, kirkjan og aðrar nauðsynlegar stofnanir. Göngustígar vandlega skipulagðir um allt hverfið og arkitektahannaðir hólar á leiksvæðum barnanna. Kirkjan "sjarmerandi ljótur" steinsteypukumbaldi og jafnvel steinsteyptar girðingar utan um sólpallana, sem sumir voru norðan við húsin af því það hentaði væntanlega betur á teikningunum.

En ekki hafa arkitektarnir séð við öllu. Niður göngustíginn ofan við skólann rennur nú rigningarvatnið í litlum læk. Í þessu sáu börnin að sjálfsögðu tækifæri og voru búin að grafa skurð og hleypa vatninu inn á leiksvæðið. Þar stóðu þau, drullug upp fyrir haus í frímínútunum og skemmtu sér konunglega. Eitthvað hafa skólayfirvöld og kennarar haft við útganginn á þeim að athuga, því búið var að kalla út sjálfboðaliða úr foreldrafélaginu sem hömuðust hinum megin á svæðinu við að ræsa fram og koma vatninu í burtu. Vatnsdýpi undir rólunum nam t.d. tugum sentímetra og var unnið hörðum höndum að því að laga þetta. Ekki var reynt að stífla skurð barnanna, enda væntanlega til lítis, hann yrði bara endurgrafinn í næstu frímínútum!

Það er ég viss um að þarna á lóðinni hafa einhver barnanna verið að leggja grunninn að verkfræðinámi sínu í framtíðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fallegt! Mér dettur nú fyrst í hug grafhýsi af flottustu sort - sýnist meira að segja vera þarna hvít marmarastytta af Maríu mey...

Lára (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband