9.1.2007 | 15:56
Að skrifa á "Gammeldansk"
Gunna er orðin heimavinnandi húsmóðir, sumarfríinu lokið og alvaran tekin við. Til þess að nýta nú tímann þar til vorar hyggst hún drífa sig í dönskunám fyrir útlendinga. Hún var í dag boðuð í "viðtal" til námsráðgjafa, sem reyndist þegar til kom vera þriggja tíma inntökumat. Hún þurfti sem sé að lesa, skrifa og tala dönsku í viðurvist kennara sem fóru jafnharðan yfir verkefnin. Þegar hún kom á staðinn var fyrsta hugsunin að til þess að falla í hóp skólasystra sinna yrði hún að drífa sig í búðina "Stof og stil" og kaupa efni í fallega slæðu! En svo kom nú í ljós að slæða er ekki inntökuskilyrði.
Hún leysti svo fjölda verkefna af mikilli prýði, lestur og skrift vafðist lengi vel lítt fyrir, en talað mál reyndist erfiðara. Lái ég henni það ekki af eigin reynslu. Svo fór að lokum að hún var metin "nær hálfdönskumælandi" og verður skipað í hóp með jafningjum sínum hvað það varðar.
Best þótti mér sú athugasemd eins kennarans að hún hefði heilmikinn orðaforða, en "hluti hans hefði betur átt við fyrir nokkur hundruð árum en í dag". (Gunna sér raunar hálfpartinn eftir að hafa sagt mér frá þessu!). Það má því kannski segja að hún tali "Gammeldansk".
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að fá sér snakk og gammeldansk :o)
Guðjón H. Hauksson, 9.1.2007 kl. 21:02
Hæ hæ...
Frétti af síðunni ykkar hjá mömmu:) Glæsileg síða og
gaman að geta fylgst með ykkur í Danmörku!
Bestu kv.
Jóhanna Margrét og co
www.gylfi.barnaland.is
Jóhanna Margrét Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 22:09
Lengi hefur mér þótt Gunnu mælast vel - þetta er auðvitað skýringin - Gammeldansk svíkur ekki!
Valdimar G (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 22:35
Hahaha en fyndið ég var sjálfsagt í sömu sporum síðasta sumar þegar ég gerði mitt besta til að tala við konur með slæðu sem unnu með mér í skúringum og tiltekt.
Eva (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 23:13
Þetta er skemmtilegt. Að vísu hefði ég vel getað hugsað mér að það væri hægt að skrifa með Gammeldansk ef blek þryti, en ef maður talar Gammeldansk þá hlýtur að vera þessi yndislegi kryddaði lakkrískeimur af andardrættinum, er það ekki?
Sverrir Páll Erlendsson, 10.1.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.