6.1.2007 | 10:02
Á þrettánda degi jóla
Þá eru jólin að baki og jólasveinarnir farnir heim, okkar síðasti fór raunar í gær. Helgi átti með öðrum orðum flug heim frá Köben í gærkvöldi, en til þess að gera nú meira úr deginum var ákveðið að koma við í Hróarskeldu, skilja Bjarna þar eftir svo hann gæti horft þar á tvo landsleiki í handbolta. Ætlaði hann að læra þar af íslenskum og dönskum hetjum hvernig spila skuli góðan handbolta. Þetta er fjögurra liða mót og þannig upp sett að reiknað er með að Danmörk og Ísland spili hreinan úrslitaleik í lokin. En ekki fór allt eftir bókinni í gær, bæði liðin skíttöpuðu, Ísland fyrir Noregi og Danmörk fyrir Póllandi.
En við lögðum sem sagt af stað um hádegi og bauðst Helgi til að keyra og Bjarni yrði til aðstoðar við að rata. Gamla settið var haft í aftursætinu og sagt að hafa hægt um sig. Það varð svo fljótlega ljóst þegar komið var á hraðbrautina að hugmyndir um ökuhraða og rötun voru ekki samstíga milli framsæta og aftursæta. Er nokkuð ljóst að ef öldungarnir hefðu ekki stjórnað úr aftursætinu værum við nú að koma til Ítalíu á 160 km hraða!
En allt gekk slysalaust, Bjarni varð eftir í Hróarskeldu, við skruppum til Kastrup og komum svo aftur til Hróarskeldu og stefndum á miðbæinn til að fá okkur að borða á meðan handboltinn kláraðist. Auðvitað var svartamyrkur og rigning svo ekki sá út úr augum. Við áttuðum okkur þó á því hvar við vorum þegar ég keyrði nánast á dómkirkjuvegginn. Brá Gunnu svolítið við það.
Heim komum við svo undir miðnættið eftir enn einn stórskemmtilegan dag hér í Danmörku.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýárskveðjur til ykkar, Jónas minn! og takk fyrir það gamla. Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 00:01
Þessi mynd líkist nú eiginlega frekar mynd úr Tívolí en að hún sé úr Danmerkurumferðinni
Sverrir Páll Erlendsson, 10.1.2007 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.