1.1.2007 | 14:40
Gamlárskvöld og góður bjór
Einhver sagði mér að góður bjór byggðist á góðu vatni. Það má vel vera rétt og ég er einnig viss um að mikill bjór byggist á miklu vatni. Í Danmörku er bjórinn bæði mikill og góður. Raunar þykir mér vatnið ekkert sérlega gott, en það er svo sannarlega nóg af því. Eftir nær samfellda rigningatíð í nóvember og fram undir jól gerði ágætis veður um jólin. En í gærkvöld (gamlárskvöld) hrökk allt í sama farið og gerði úrhellisrigningu um miðnættið. Í nótt og dag er sannkallað slagviðri og allt á floti í vatni.
Við áttum annars mjög ánægjulegt gamlárskvöld. Bjarni og Helgi héldu í partí og fögnuðu áramótunum með heimamönnum, en við gömlu sátum og spiluðum og biðum miðnættis. Flugeldar höfðu verið á lofti allt síðan skyggja tók síðdegis, en um kvöldmatarleytið dró af skothríðinni. Undir miðnættið var orðið mjög rólegt og klukkan 12 á miðnætti ríkti algjör kyrrð. Við urðum að vonum undrandi og þegar klukkan var farin að ganga í eitt vorum við farin að halda að svona væri þetta bara! En þá skyndilega flykktist fólk út á götur sprengjuregnið hófst - ekkert síðra en heima á Íslandi. Í mígandi rigningu var kveikt í hverri bombunni á fætur annarri.
Þarna í myrkrinu og rigningunni rákumst við á nágranna okkar og þegar sprenguregninu linnti opnuðum við hús okkar og buðum þeim upp síðustu laufabrauðskökurnar sem við höfðum fengið að heiman.
Einstaklega skemmtilegat og eftirminnilegt kvöld.
Við áttum annars mjög ánægjulegt gamlárskvöld. Bjarni og Helgi héldu í partí og fögnuðu áramótunum með heimamönnum, en við gömlu sátum og spiluðum og biðum miðnættis. Flugeldar höfðu verið á lofti allt síðan skyggja tók síðdegis, en um kvöldmatarleytið dró af skothríðinni. Undir miðnættið var orðið mjög rólegt og klukkan 12 á miðnætti ríkti algjör kyrrð. Við urðum að vonum undrandi og þegar klukkan var farin að ganga í eitt vorum við farin að halda að svona væri þetta bara! En þá skyndilega flykktist fólk út á götur sprengjuregnið hófst - ekkert síðra en heima á Íslandi. Í mígandi rigningu var kveikt í hverri bombunni á fætur annarri.
Þarna í myrkrinu og rigningunni rákumst við á nágranna okkar og þegar sprenguregninu linnti opnuðum við hús okkar og buðum þeim upp síðustu laufabrauðskökurnar sem við höfðum fengið að heiman.
Einstaklega skemmtilegat og eftirminnilegt kvöld.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrsti dagur á nýju ári leiddi í ljós þetta skemmtilega blogg ykkar. Ég tók mig til og las hverja færslu frá upphafi þar sem ég hafði ekki haft hugmynd um þetta fyrr en nú. Algjör snilldarlesning og við Lalli erum búin að skemmta okkur konunglega við lesturinn. Spiluðum til að mynda myndbandið af Helga í slöngugarðinum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar :)
Haldið áfram að hafa það gott úti í Danska landinu. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu. Ég verð hér eftir dyggur lesandi og set link inn á síðuna mína svo fleiri getið notið lestursins.
Kossar og knús frá Íslandi :) Eva & Lalli
Eva (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.