Öðruvísi jól

084Fleskisteikin tókst hreint frábærlega, þótt unglingarnir hafi nú tekið íslenskt hangikjöt fram yfir hana. Þeir tóku því heldur ekkert sérlega fagnandi þegar ég lýsti því yfir að framvegis yrði slík steik á borðum í stað hamborgarahryggsins á jólum.

Fórum svo í fjölskylduferð í "Randers Regnskóg" á annan í jólum og borðuðum síðbúinn hádegisverð á eftir á MacDonalds í Randers - svolítið öðruvísi en við erum vön heima á Íslandi, en ferðin regnskóginn verður þó að duga í staðinn fyrir jólaboð í Suðurbyggðina.

Ekki reyndust allir jafnmiklar hetjur þegar að því kom að ganga um skóginn með stórar slöngur í trjánum umhverfis stíginn. Lítið myndband af einum fjölskyldumeðlim fylgir þessu bloggi!

Annars er bara rosalega gaman að leika sér með afastráknum - gönguferðir, fjöruferðir, róló og bíltúrar. Þeir sem ekki hafa komið sér upp afa/ömmu börnum ættu að drífa í því hið fyrsta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband