Gleðileg jól - með duglegum aðstoðarmanni

083Við sendum auðvitað okkar bestu jólakveðjur til allra sem lesa þetta fréttablogg okkar í Árósum. Héðan er svo sem ekkert sérstakt að frétta, við höldum jólin hátíðleg með blöndu af dönskum og íslenskum siðum og matarhefðum. Slátrarinn í hverfinu hefur verið einstaklega liðlegur við að leiðbeina okkur um eldamennskuna til þess að gefa henni danskt yfirbragð. Í kvöld á að láta virkilega reyna á þær leiðbeiningar með danskri fleskisteik. Til öryggis verður líka á borðum íslenskt hangikjöt sem Helgi dröslaði með sér hingað út.

Aðfangadagskvöldið gekk létt og örugglega fyrir sig. Pakkar fleiri en venjulega, enda öll stórfjölkyldan samankomin. Og svo er langt síðan við höfum haft tveggja ára aðstoðarmann sem dreif pakkana í hendur manna og hjálpaði svo hverjum og einum við að rífa þá upp - í orðsins fyllstu merkingu. Anton dró raunar hvergi af sé í gær og sá um að skreyta jólatréð með afa og ömmu, nokkuð sem unglingarnir eru löngu hættir að nenna!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Gleðilega þá hátíð sem sumir kalla rest á Íslandi. Hef aldrei almennilega skilið það. Fer hins vegar í fyrramálið árla til Keflavíkur og flýg með Æslander til CPH. Spurning hvort maður kemst einhvern tíma til baka því flugumferðarstjórarnir eru í miklu stríði gegn þessu nýja flugumsjónarfélagi. Men den tid, den sorg. Og maður veit heldur ekki hvaða flugfélög verða til þá eða hvaða Íslendingar eiga þau. Svona er lífið.

En svo bara þetta: Gleðilegt ár og takk fyrir allt. 

Sverrir Páll Erlendsson, 27.12.2006 kl. 21:21

2 identicon

Sæl veri hjónin og stórfjölskyldan öll! Gaman að sjá að þið hafið það gott í veldi Dana. Samkvæmt dóttur minni og hennar vinkonum sem halda úti bloggi er bráðnauðsynlegt að fá viðbrögð við blogginu, þ.e. "comments" eða athugasemdir. Mér finnst fólk heldur lélegt við það hjá þér Jónas og bætist því hér með í hóp hinna fáu... en ég er viss um að fleiri lesa bloggið þitt, heldurðu það ekki? ;-)  Vona að áramótin verði fjörug hjá ykkur. Verður þorskur í matinn? Hef heyrt að það tíðkist hjá Dönum...  Gleðilegt ár!

Lára Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband