22.12.2006 | 16:37
Úttekt á jólaskreytingum
Um svipað leyti og illviðri tóku að herja heima á Íslandi breyttist tíðarfar til hins betra hér á Jótlandi. Það hætti að rigna og nú er búið að vera nokkuð bjart í lofti í nokkra daga. Hitinn á daginn oftast milli 5 og 8 gráður. Danir gráta hástöfum yfir því að fá ekki hvít jól, en möguleiki á slíku hefur nú alfarið verið afskráður.
Við fórum út að ganga í veðurbíðunni síðdegis og gengum um hverfið sem við búum í. Undarlegt að ganga á grænu grasinu, hlusta á fulgana og sjá köngulær spinna vefi daginn fyrir Þorlák.
Svo gerðum við auðvitað úttekt á jólaskrauti Dana. Eftir um klukkustundargöngu eru niðurstöður þessar helstar:
- Það eru himinn og haf milli skreytinga hér og heima á Íslandi
- Við um þriðjung húsa er hreint engar skreytingar að sjá, hvorki utan húss né í gluggum
- Við um helming húsa eru ljósaskreytingar utan á húsinu eða á trjám og runnum
- Allvíða eru skreytingar í gluggum og víða eru fullskreytt jólatré í stofum
- Þar sem stofur og jólatré hafa verið skreytt eru helst engar gardínur í gluggum
- Í öllu hverfinu fundum við tvær ljósaseríur með mislitum perum, annars öll ljós hvít
- Önnur mislita serían blikkaði, annars voru öll ljós til friðs
- Víða hafa karlarnir verið sendir út með seríurnar og ekki vandað sig við að festa þær á trén
Myndin er af húsinu okkar
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.