18.12.2006 | 07:49
Loks er frost á Fróni, Jótlandi og Fjóni
Loksins er hætt að rigna, a.m.k. í bili. Heiðskírt og fallegt í morgun og hörkuvinna að skafa af bílrúðunum. Saltbílar vegagerðarinnar kunna sér ekki læti og fremur en kýr að vorlagi, greinilega búnir að bíða stundarinnar vikum saman.
Annars var þetta mikil menningarhelgi, einkum laugardagurinn. Við ókum út í sveit og rákumst þar á jólamarkað í gamalli myllu. Er nokkuð betra en sitja með jólaglögg og "Æbleskiver" og spjalla við bændur? Enn sem fyrr hjálpaði það mér nú nokkuð að vera alinn upp í sveit.
Við ákváðum svo að rýma húsið síðdegis og um kvöldið til þess að lofa unglingunum að hafa þar sína hentisemi. Fórum því í bæinn og byrjuðum á að skoða listasafnið. Borðuðum svo á grískum veitingastað áður en við fórum i hið stórfallega tónlistarhús Árósa til þess að sjá enska listamenn sýna "My Fair Lady". Óhemjuflott sýning og gaman að heyra verkið flutt á frummálinu, því það snýst nú einu sinni um blæbrigði enskrar tungu. Söknuðum þess ekkert að sjá ekki ónefnda leikara Leikfélags Akureyrar í aðalhlutverkum.
Strákarnir höfðu það gott heima á meðan og lentu svo í röngu partíi, en það er annað mál...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erum að skoða myndir af ömmu Dunnu og ömmu Jónasi..smá misskilningur í gangi hérna. Mikil tilhlökkun í gangi fyrir flugferðinni. Við mæðginin heima núna lasin, en það ætti bara að þýða að við verðum orðin eldspræk um helgina.
Kveðja Anton og mamma
Anton Tómasson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.