Ekki er sopið kálið...

077Danir kvarta mjög yfir veðrinu þessa dagana, hitinn það sem af er desember um 5 gráðum yfir meðallagi. Veðurfræðingar fá engan frið fyrir fjölmiðlafólki sem vill fá þá til að spá hvítum jólum. En von um slíkt fer nú mjög dvínandi. Ekki kvarta ég yfir hitanum, en rigningin er farin að fara dálítið í taugarnar á mér.

Í gær stytti loks upp og þá drifu nágrannar mínir sig út á akurinn þar sem þeir eiga enn marga hektara af hvítkáli og rauðkáli óupptekna. Það hefur löngum verið hefð á mínu heimili að hafa áhyggjur af að allt rauðkál seldist upp á Akureyri áður við næðum að kaupa til jólanna. Að þessu sinni erum við laus við allar áhyggjur, það eru nokkur tonn af káli handan við veginn og næturmyrkrið er svart...

Myndin er tekin út um eldhúsgluggann hjá okkur um hádegi í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Etv. bragðast ekkert eins vel og stolið rauðkál á jólunum....

Bara ein leið til að komast að því. 

 Du giver rapport...

Þórður H. (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband