4.12.2006 | 21:54
Heimferð og höfuðhögg
Eftirminnilegur dagur í gær - svo ekki sé sterkara að orði komist. Til að byrja með ákváðum við hjónakornin að keyra þær "Shopping Sisters" til Kaupinhafnar með sitt hafurtask. Við hefðum svo sem getað sent þær með lestinni, en með þessu fyrirkomulagi mátti ná þremur tímum af spjalli og spaugi til viðbótar. Svo höfðum við líka alltaf ætlað að skoða okkur að heimsækja Óðinsvé, sem við og gerðum á heimleiðinni. Þar er gaman að koma og skoða borgina og allar stytturnar sem prýða götur þess góða staðar.
Það sem okkur þykir best við þessa dvöl okkar í Danaveldi er að brjótast upp úr djúpum hjólförum daglegs lífs liðinna ára. Annað heimili, aðrar verslanir, aðrir skólar, aðrir siðir. Og í gær var það svo önnur slysavarðstofa. Allt síðan Tommi fór að stunda hjólreiðar og aðrar íþróttir fyrir rúmum 20 árum höfum við verið fastagestir á Slysó á Akureyri. Tölfræði Bjarna sagði okkur svo sem að útilokað væri annað en hann færi svo svo sem einu sinni til þrisvar á slysó í Árósum í vetur.
Í gærkvöldi var hann svo að spila handboltaleik - einu sinni sem oftar við lið frá Randers. Hann er nú raunar á því að Akureyri eigi að segja upp vinabæjartengslunum við þann bæ. Honum gekk illa í fyrri hálfleik og lét margt fjúka sem var eins gott að foreldrar og dómarar skyldu ekki. Ég var eitt sinn beðinn að túlka fúkyrðin en færðist undan. Svo kom að því í síðari hálfleik að hann var fremstur í hraðaupphlaupi og fékk háa og erfiða sendingu sem hann greip með ótrúlegum loftfimleikum og náði að skora glæsilegast mark liðsins í vetur. En sá böggull fylgdi skammrifi að hann lenti á hausnum inni í vítateig, hálfrotaður og með heilahristing. Var snarlega kallað á sjúkrabíl og við eyddum svo kvöldinu á "skadestuen" á meðan fylgst var með honum um stund. Það versta er þó að hann man ekkert eftir leiknum, og hreint ekkert eftir markinu góða sem áhorfendur eiga örugglega eftir að minnast það sem eftir er vetrar.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.