Þrjá systur

073Ég viðurkenni að ég hef verið latur að skrifa fréttir upp á síðkastið. Skýringarnar eru einfaldar, það hefur lítið fréttnæmt gerst, utan að hér hafa verið gestir. Það er mjög skemmtileg tilbreyting eftir merira en þriggja mánaða dvöl. Fyrst voru Þórður og Helga Þyri hér í nokkra daga - og náðu að fara heim með fleiri töskur en þau komu með að heiman.

Nú eru hér á heimilinu "þrjár systur" og lítur enn betur út með töskufjöldann en hjá mínu fólki. Þær fóru í bæinn í dag og gáfust ekki upp fyrr en öllum sjoppum hafði verið lokað í kvöld. Var rétt að skottið á mínum stóra stationbíl dugði þegar ég sótti þær í bæinn.

Þessa stundina eru þær svo allar þrjár að elda ofan í mig kvöldmatinn og spjalla svolítið um helstu "afrek" dagsins, yfirfara innkaupapokana og telja upp úr þeim blússur og skó - og máta það helsta einu sinni enn. Afskaplega ánægðar með sig.

Ég læt fara lítið fyrir mér og horfi á handboltann í sjónvarpinu. En ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband