Jólasveinninn er kominn

072Jólasveinninn er kominn til Árósa. Hann kom siglandi á litlum báti frá Grænlandi og kom að landi klukkan 18:00 í kvöld. Síðan fór hann í mikilli skrúðgöngu um miðbæinn, meðal "göngufólks" voru álfar og tröll, lúðrasveitir, James Bond, slökkvibílar, lögregla og geit í bandi. Allt var það frekar skrautlegt, en ekki fannst mér það allt jólalegt. Kveikt var á hálfri milljón jólaljósa í göngugötunni og til að kóróna herlegheitin var flugeldasýning við dómkirkjuna af stærðargráðu sem íslenskar hjálparsveitir hefðu verið fullsæmdar af. Allar búðir eru svo opnar til klukkan 24:00 í kvöld.

Það er afskaplega gaman að upplifa svona aðra siði en heima. Þetta er svona eins og slegið hafi saman fyrsta sunnudegi í aðventu, þorláksmessu og gamlárskvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá jólasveinninn inúíti?

valdimar (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 21:43

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Þetta er áreiðanlega skemmtilega en þegar þetta læðist aftan að manni frá því í byrjun október. Samt finnst mér þetta og snemmt. Það mætti byrja smátt um mánaðamótin og stíga fram til jóla.

Annars minnir myndin mig á gamla netagerð þar sem síldarnæturnar héngu í loftinu svona til þerris meðan ekki var verið að reyna að ná síld með þeim.

Sverrir Páll Erlendsson, 25.11.2006 kl. 13:21

3 identicon

Mér finnst jólin skemmtileg og ljósin eru mikilvæg í skammdeginu, er stolt af því að hneysksla Svía á því að vera búin að setja jólastjörnu í gluggann minn.  Gaman að heyra af þessum ágæta kokteil hátíða í lífi ykkar.

Brynja (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband