Berlín

070Ég er alls ekki hættur að skrifa fréttir á þessa bloggsíðu. Okkur hjónum var hins vegar boðið að slást í för með nemendum og kennurum menntaskólans í Randers í fjögurra daga námsferð til Berlínar og ég hef því ekki komist í fréttaskrifin.

Þetta var hreint ótrúleg ferð, stíf dagskrá í rúma þrjá daga. Allt of langt að telja allt upp, en eftir situr í sálinni hörmungasaga þjóðarinnar, og mest af öllu sló okkur að fara með frábærum leiðsögumanni um Stasi fangelsið í Austurhlutanum. Þetta er svo ótrúlega nærri manni í tíma, og svo veit maður að þetta er enn að gerast í kringum mann.

Þá var einnig óborganlegt að ganga um Kreuzberg með tyrkneskættuðum, islamstrúar leiðsögumanni og fá m.a. að koma inn eina af moskunum þeirra. Þar sátum við lengi á gólfi og fengum allt aðra mynd af trúnni en þá sem vestrænir fjölmiðlar draga upp.

Ég gæti auðvitað haldið áfram, Wannsee, Cecilienhof, Sachenhausen...Súkkulaðibúðin, þinghúsið, sjónvarpsturninn, KaDeWe...

Í söknuði okkar eftir leikhúsferðum á Akureyri brugðum við okkur svo í Berlínaróperuna (því miður í nýja húsið í vesturhlutanum, ekki gamla óperuhúsið við Unter den Linden) og sáum þar uppfærslu á Töfraflautunni.

Borgin er engri annarri borg lík sem ég hef séð. Ég er ekki viss um að ég myndi segja að hún sé falleg borg, svona í heildina. En þvílíkar byggingar og þvílík saga.

Maður er svo töluvert slæptur í dag eftir erfiða ferð. Lagt var af stað frá Berlín klukkan 22:00 í gærkvöldi og komið heim um klukkan 06:00. Ég hélt svo að ég væri hættur að kippa mér upp við reykingar Dana, en þegar bílstjórinn okkar reykti jafnt og þétt undir stýri og svælan barst aftur eftir bílnum þar sem þreyttir nemendur og kennarar reyndu að sofa svolítið verð ég að viðurkenna að mér var nóg boðið. Og svo var nemendum harðbannað að reykja í rútunni þótt þau sætu í reyknum frá bílstjóranum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira hvað þú ert farinn að blogga mikið um reykingar, Jónas. En það styrkir mig bara í minni reyklausu trú. Svo var fyndið að rekast á Berlínarblogg þar sem ég er einmitt að skoða hótel o.fl. í Berlín því við förum átta manns á tónleika þar næsta sumar. Varst þú ekki með í kennaraferðinni 2002? Það var afar góð ferð og hlakka ég að koma aftur til Berlínar.

Stefán Þór (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband