Um danska tungu og hálsbólgu

Þar kom að því - ég er greinilega búinn að tala of mikla dönsku í bili og kominn með heiftarlega hálsbólgu.

Ég verð raunar að viðurkenna að ég er hálfsvekktur út í sjálfan mig hvað varðar tungumálið. Þetta háir mér svo sem ekkert, ég skil og les eins og mér sýnist, en mér finnst ég ekki ná nógu góðum tökum á framburðinum. Þar er ég raunar í góðum félagsskap Maríu krónprisessu, sem Danir skilja ekkert í að tali ekki orðið fullkomna dönsku og gerðu stöðugt grín að henni í blöðunum í haust. Það bjargaði henni að verða ólétt, en varla get ég vænst slíkrar reddingar.

En hér ekki við einfaldan hlut að eiga, eins og ég hef sagt áður getur danskan varla flokkast undir tungumál, miklu fremur skemmtilega gestaþraut. Þessi ótrúlegi ósiður að bera aldrei fram nema hluta af hverju orði er algjörlega óþolandi. Við búum t.d. í bæ sem heitir Egå (Eikará). Það er fyrst núna sem ég held að ég geti borið orðið þannig fram að það skiljist (langt iiiiiiiiii, sleppa g og hrækja svo örstuttu o í restina). Guð sé lof að ég bý ekki í næstu götu sem heiti Egenge (Eikarengi)!

Svo þegar ég reyni að sleppa hluta af orðum horfa Danir bara á mig og skilja ekki neitt, ég sleppi ekki úr með réttum hætti.

Svo eru tölurnar auðvitað kafli út af fyrir sig - og það viðurkenna margir Danir raunar. Þið megið þó segja Birni Vigfússyni að ég sé farinn að segja símanúmerið mitt alveg hikstalaust (en og tyve to og tres...). Mér var hinsvegar alveg lokið þegar ég hlustaði á fótboltalýsingu um daginn og einn leikmaðurinn átt eftir að skora tvö mörk til þess að ná því að hafa skorað 100 mörk fyrir félagið. Það tókst honum ekki í leiknum en þulurinn sagði undir lokin: "á sjötugustu og áttundu mínútu tókst honum þó að skora nítugasta og níunda mark sitt". Ég skora á menn að reyna að koma þessu út úr sér á dönsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek áskoruninni!!

På det otteoghalvfjerdsindstyvende minut  scorede han dog sit  nioghalvfemsindstyvende mål. kv. Kristín

Kristín List (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband