Lögreglumál og Gúmmí Tarzan

053Ég ætla að reyna að halda áfram að skrifa fréttir þótt Gunna sé komin! Því er þó ekki að neita að ég sit heldur minna við tölvuna þessa dagana. Hef verið að sýna henni helstu verslunarmiðstöðvar og menningarsetur. Þegar ég var búinn í skólanum í dag fórum við í stutta haustlitaferð til Skandeborgar. Fórum þar aðeins í bókabúð og komumst að því stolt þess bæjar er hinn merki rithöfundur Ole Lund Kirkegaard.

Annars má ég þakka fyrir að ganga laus hér í bænum. Var á leið út í sjoppu í svartamyrkri og rigningu eitt kvöldið þegar lögreglubíl var skyndilega ekið í veg fyrir mig og lögreglumótorhjóli lagt fyrir aftan. Að mér snaraðist vörpulegur lögregluþjónn og mælti hratt á danska tungu. Mér brá svo að ég missti um stund fullkomlega málið (altso dönskuna). Loks skyldi ég þó að það hafði verið brotist inn i sparisjóðinn í næstu götu og sjónarvottar sáu mann hlaupa á brott í svartri hettupeysu með áberandi hvítum röndum á ermunum. Passaði lýsingin nákvæmlega við Nikepeysuna sem ég keypti nýverið á útsölu og hafði snarað mér í þegar ég fóru út úr dyrunum.

Ég fékk þó málið aftur og gat gert grein fyrir mér. Lögregluþjónninn viðurkenndi raunar að það væri afskaplega ólíklegt þjófurinn byggi í næstu götu við bankann og kæmi akandi rólega í áttina að honum skömmu eftir innbrotið. Enn hafa engir þjófar fundist og ég því einn grunaður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Hehehe!. Ég held ég hafi örugglega séð þjófslegri peysu en þetta. Hún er annars fjandi fín.

Gott annars að þú skyldir vera búinn að finna allar búðirnar og menningarmeiðstöðvarnar fyrir Gunnu til að auðvelda henni eftirleikinn

Sverrir Páll Erlendsson, 10.11.2006 kl. 17:57

2 identicon

Já, hvítu rendurnar eru dálítið áberandi.

Stefán Þór (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband