3.11.2006 | 18:11
Af himnum ofan...
Aðstæður breytast - nú hefur orðið fjölgun á heimilinu. Gunna er sem sagt komin og fari að taka til hendinni. Hafin er sem sagt önnur lota IKEA ferða og heimsókna í Rúmfatalagerinn. Hún varð þó að viðurkenna að við hefðum komið okkur vel fyrir, helst að það vantaði kertastjaka, blóm og blómavasa og annað slíkt pynt.
Daginn áður en Gunna kom mætti vetur konungur á svæðið, kom raunar eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það brast sem sé á með frosti og snjókomu, hvassviðri, sjávarflóðum og mannsköðum. Brýr lokuðust, ferjur stoppuðu og lestum seinkaði (meira en venjulega). Nú er hins vegar komið hið besta veður aftur, stillt, sólskin og hiti rétt við frostmarkið.
En manni bregður óneitanlega við að þurfa að skafa rúðurnar á morgnana. Þetta sýnir mér líka hvað tíminn líður hratt, mér finnst örstutt síðan við Bjarni vorum að farast úr hita hér í lok sumars.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að skuli vera komin regla á þetta, Jónas minn, því heimili er ekki heimili ef vantar kertastjaka og pynt.
Bestu kveðjur úr grenjandi Reykjavíkurrigningunni.
Sverrir Páll Erlendsson, 4.11.2006 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.