30.10.2006 | 21:01
Reykingar og reyklaus borð
Það er svo sem ekki margt sem kemur okkur á óvart hér í Danmörku, enda flest líkt með skyldum. Þó hafa okkur feðgum komið á óvart hve reykingar eru gríðarlega algengar og útbreiddar. Það er reykt á öllum veitingastöðum og þykir sjálfsagður hlutur að afgreiðslumenn reyki framan í viðskiptavini. Biðji maður um reyklaust borð á veitingahúsi eru öskubakkar einfaldlega teknir af einu borði og þér boðið þar sæti - með öðrum orðum þú þarft þá ekki að reykja sjálfur. Það er hins vegar eins víst það sé keðjureykt borðunum í kringum þig.
Það sem kemur okkur þó mest á óvart eru reykingar í íþróttahúsunum. Við erum búnir að koma í þau allnokkur og allstaðar er sama sagan, sjoppur og kaffiteríur í húsunum fullar af reyk. Foreldrar sem horfa á leiki barna sinna reykja jafnvel inni í sal í hálfleik. Ég var á samkomu foreldra eitt kvöldið í vikunni og þar lá við leiðindum af því að nokkrir fundarmenn báðu um að ekki yrði reykt við borðið. Steininn fannst mér svo taka úr í gærkvöldi þegar Bjarni og félagar luku leik (sem vannst örugglega og tók hreint ekkert á taugarnar). Að loknum leik kveikti aðstoðarmaður þjálfaranna í sígarettu og gekk reykjandi út úr salnum innan um leikmenn og gesti.
Þetta smitar að sjálfsögðu út frá sér og unglingar (sérstaklega stelpur!) hika ekki við að reykja á göngum húsanna eftir æfingar. Þá eru reykingar nemenda, bæði menntaskólanum og háskólanum mjög áberandi, þótt þar sé búið að koma þeim út fyrir dyragættina, a.m.k. að nafninu til.
Ég hélt að ég væri ekki viðkvæmur fyrir svona nokkru, en...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.