23.10.2006 | 12:20
Handbolti og hársnyrting
Lífið komið í fastar skorður aftur eftir haustfríið. Bjarni kominn og byrjaður á fullu í handboltanum með Skovbakken. Raunar var handboltinn ein sorgarsaga framan af hausti, danska handboltasambandið dró vikum saman að ganga frá leikheimild fyrir Bjarna sem mátti því horfa á alla forkeppnina af áhorfendabekkjunum. Svo lenti flokkurinn hans í því slysi að lenda niður í aðra deild á kostnað Randers sem slapp upp í fyrstu deild. Það fór lítið fyrir vinabæjarhugsunum hjá okkur feðgum þann daginn.
En nú gengur allt að óskum og strákarnir vinna alla leiki stórt og vonast efti að komast upp um deild fyrir jólin.
Svo styttist í að Gunna flytji til okkar og er ég þegar farinn að huga að því að hún fái nú einhver viðfangsefni fyrstu dagana. Ég er t.d. hættur að þrífa bakaraofninn...
Svo ætla ég auðvitað að líta þokkalega út þegar hún kemur. Hafði ekki farið í klippingu síðan í ágúst og orðinn útlítandi eins og einhver "hyppingur" eins og amma mín sagði um frænda minn á 8. áratugnum. Fann rakarastofu rétt hjá háskólanum sem auglýsti mjög ódýra herraklippingu. Aðeins runnu á mig tvær grímur þegar ég kom inn og sá konuna sem þar var við störf. Hennar hárafar minnti helst á teikningar af Grýlu gömlu og fannst mér það ekki mjög traustvekjandi. Ég hafði þó ekki tíma til að fá bakþanka því hún dreif mig strax í stólinn, spurði tveggja spurninga um einhverja millimetra. Ég hváði við, en það var um seinan, vélin var komin í gang og á örfáum mínútum kláraði hún verkið. Ég þakka fyrir að hafa haldið höfuðleðrinu og eyrunum að mestu ósködduðum.
En það verður bið á að ég birti myndir af mér blogginu og læt því handboltamynd af Bjarna duga að sinni.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu svona ótrúlega misheppnaður?
Við sem munum eftir manni með permanent í hárinu látum okkur nú ekki bregða við hvað sem er!
Valdimar Gunnarsson, 24.10.2006 kl. 20:39
Jamm. Það er nú svo. Mér finnst þú býsna áræðinn. Þegar ég fór til Frakklands forðum daga var komið fram í mars þegar ég áræddi að ganga inn á hárgreiðslustofu og biðja um að snyrta aðeins :)
Sverrir Páll Erlendsson, 24.10.2006 kl. 22:49
Þú getur huggað þig við það að nú er mun auðveldara að teikna sjálfan þig í 3D. Var það ekki næsta verkefni? Þú áttir í svo miklum vandræðum með faxið síðast, en nú verður það víst ekki fyrir þér.
Guðjón H. Hauksson, 27.10.2006 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.