Enginn veit hvað átt hefur...

c_documents_and_settings_jonas_my_documents_my_pictures_blogg_badeanstalt.jpg

Ég hef aldrei talist til fastagesta í sundlauginni á Akureyri. Vitneskjan um sundlaugaleysi í útlöndum hélt því ekki fyrir mér vöku þegar ég hafði ákveðið að halda af landi brott.

Ég hef nú setið ansi stíft við tölvuna í nokkrar vikur, enda í námi sem krefst slíkrar yfirlegu(!). Hef síðustu daga fundið nokkuð fyrir spennuverkjum í skrokknum og allt upp í haus. Hélt fyrst að það stafaði af því að ég er daglega að reyna að skilja og tala dönsku (sem ég flokka ekki lengur sem tungumál heldur viðfangsefni). Við nánari umhugsun datt mér þó í hug að þetta tengdist setunni við tölvuna. Og nú varð mér hugsað til sundlauganna og heita vatnsins.

Ég lagðist í rannsóknir og komst að því að hér í bæ eru allmargar sundlaugar. Flestar tengjast hins vegar skólum og íþróttafélögum og eru ekkert opnar fyrir almenning. Þó eru fimm laugar (ath. íbúar í bænum eru tæpl 300.000) sem hleypa óbreyttum borgurum ofan í vatnið. Þrjár þeirra eru aðeins opnar suma daga og fáa klukkutíma í senn. Tvær gefa sig út fyrir að vera almenningslaugar og eru opnar alla daga fram á kvöld.

Ég ákvað nú síðegis að fara í gömlu sundhöllina, glæsilegt mannvirki byggt 1930 - 1933 í miðbænum, rétt hjá járnbrautarstöðinni. Þótti á sínum tíma ótrúlega merkilegt hús, arkitektúrinn einstakur og þar fram eftir götum. En - 1933 þurfti ekki að reikna með bílastæðum. Því er manni vísað á bílastæði miðbæjarins (sem raunar er nóg af). Ég borgaði því 20 krónur fyrir stæði í nágrenninu og svo 35 krónur fyrir aðgang að lauginni. Samtals 55 krónur danskar og þótti frekar mikið.

Það er rétt, þetta er glæsilegt mannvirki með mikla sögu. Karlakefar á þriðju hæð en kvennaklefar á annarri hæð, þeirri sömu og laugin sjálf (létum við ekki konurnar klifra upp á efri hæðina á Akureyri?). Klefar fínir og þrifalegir, fín gufu- og sánaböð. Laugin 25 metra með þremur brautum, önnur minni og svo sæmilegur heitur (volgur) pottur. Og svo er nuddpottur sem ég ætlaði svo sannarlega að nota. En þar var aðgangur takmarkaður við 5 manns í senn, sem fengu 10 mínútur. Síðan var 10 mínútna hlé meðan skipt var um vatn í pottinum. Sérstakur biðbekkur var við hliðina á pottinum og biðu þar tveir 5 manna hópar (=40 mínútna bið)! Ég gafst upp á biðinni.

En vatnið, gufuböðin og sánan gerðu það að verkum að ég losnaði að mestu við spennuna úr skrokknum og skil nú dönskuna miklu betur. A.m.k. þegar Aron Kristjánsson er skamma leikmenn sína í handboltanum í beinni þessa stundina.

Njótið íslensku sundlauganna!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitt kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.10.2006 kl. 18:25

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Söngstu baðsönginn?

Man ekki hvernig hann er á dönsku

Alle Gäste mussen sich

mit Seife ohne Badeanzug...

Sverrir Páll Erlendsson, 21.10.2006 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband