18.10.2006 | 14:38
Til Guðjóns
Ég skemmti mér alveg konunglega hér Danmörku, læri það sem mig langar til í háskólanum og flækist um þess á milli. En af því Guðjón virðist lifa í þeirri trú að ég sé að læra eitthvað hagnýtt sem komi sér vel í kennslunni á næstu árum finnst mér rétt að lofa honum að sjá fyrstu afurðina mína úr áfanga í þrívíddarhönnun/teikningu! Þetta er raunar önnur tilraun við riddarann, í þeirri fyrstu líktist hann helst blómalistaverkum vinkonu okkar í Svíþjóð - en þrívíddin var glæsileg!
Menn rétt ráða því hvort þeir gera athugasemdir við faxið á hrosshausnum. Ég skal að vísu viðurkenna að það var ekki svona á fyrirmyndinni!
En ef það má vera GHH til einhverrar huggunar, þá er ég líka á fullu að læra PHP og MySql.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er aldeilis frábært hjá þér Jónas. Kannski þú verðir kominn með heilt taflborð í vor! Það verður sjálfsagt gaman að skoða það.
Ég mæli samt með því að þú einbeitir þér að LAMP-verkefnum eins og þú ert að byrja á. Það er eitthvað sem hægt er að byggja á, hehe.
Nei, ég hef sko engar áhyggjur af því að þú náir ekki að nýta þér síðar það sem þú lærir í vetur. Ef það virðist ekki praktískt í upphafi þá ertu vís til þess að finna upp einhverja þörf hjá öllum í kringum þig fyrir hvad som helst.
Ansi væri gaman að skreppa þarna yfir til þín og fara með þér í uppáhaldsbúðina.
Bestu kveðjur.
Guðjón H. Hauksson, 18.10.2006 kl. 17:10
Faxið? Riddaranum?
Ég sé bara hrók og svo eitthvað (afgangar?)
Valdimar Gunnarsson, 18.10.2006 kl. 19:27
Eigum við ekki bara að plana stefnumót á vordögum, fyrrum kollegar? Dreymdi MA í nótt, forsetinn var í heimsókn og kona fæddi barn, hárfagurt með meiru. Annars lýst mér vel á blómatilraunir þínar Jónas!
brynjalilla (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.