17.10.2006 | 16:39
Sveitahúmor og útvarpsstöðvar
Brá mér í enn eina landkönnnarferðina á sunnudaginn, að þessu sinni til Silkiborgar. Kom við á leiðinni í stærsta "Kolaporti" í Danmörku, markaðnum í Låsby. Ótrúlegt hvað mönnum dettur í hug að reyna að selja!
Á þessum flækingi mínum hlusta ég á útvarp - hér er fullt af notalegum stöðvum (svona Abba - Take me Home, Country Road stöðvar). Ég fór að að velta því fyrir mér hvers vegna mér þætti svona miklu þægilegra að hlusta á þessar stöðvar en stöðvarnar heima á Íslandi. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós - ég hef ekki enn heyrt neinn útvarpsmann tala um sjálfan sig og vini sína í stétt fjölmiðlafólks. Og aðeins einu sinni hef ég heyrt opnað fyrir símann til þess að menn geti talað um hluti sem þeir hafa ekki vit á (og það var auðvitað um Íslendinga og innrás þeirra á blaðamarkaðinn).
Svo hafa Danir húmor. Þeir sem aldir eru upp á Ferguson verða að hlusta á þetta lag. Því miður er þetta bara sýnishorn, en það má sjá allan textann á vefnum.
http://www.rasmuslind.com/detlysner/ferguson1.mp3
http://www.detlysner.dk/?l=tekster&r=ferguson
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Så spænder je min møgspreder for
så ka’ du tro, det æ now der går!!
Þetta er nú einhver mesta snilld sem ég hef lengi heyrt! Eini gallinn er sá að hann setur út á Allis Chalmers:
Sku je kør’ rundt i Fordson Major
for itt’ å snakk’ om Allis Chalmar!
Nej, det bedste je kan spænde for
er nemlig den her gamle grå!!
En þarna er greinilegar um danskar alþýðuvísur að ræða, sprottnar upp úr fjósömum jarðvegi Jótlands, hvert við áttum víst að flytjast upp úr móðuharðindum. Ef svo hefði farið værir þú nú kannski syngjandi á gamla Fegganum með møgspreder aftaní... Ehemm - kannski ekki syngjandi...
Árni lillebror (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 19:59
Þetta er snilldar texti og ágætis lag. Húmorinn minnir á sambland af Helga Þórssyni(og hljóðfæraleikurunum) og Tjarnarbræðrum (bindivélablús).
Valdimar Gunnarsson, 18.10.2006 kl. 19:36
Þetta var bara yndislegt. Og danskt. Og sveitó. Og kúl. Eða þannig
Sverrir Páll Erlendsson, 21.10.2006 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.