Kóngsins Kaupmannahöfn

032Þá er skollið á haustfrí í dönsku þjóðfélagi. Skólar lokaðir og þeir sem það geta taka sér frí og gera eitthvað með börnunum sínum (svona hljómar það a.m.k. í auglýsingum ferðaþjónustunnar).

Það hafði alltaf staðið til að Bjarni skryppi heim til Íslands í þesu fríi. Hann tók forskot á sæluna og bætti tveimur dögum framan við fríið. Við keyrðum til Kaupmannahafnar eftir vinnu á miðvikudaginn. Tinna og Janus buðu okkur í kvöldmat og svo fóru Bjarni, Tinna og frændi Janusar á tónleika. Ég kann raunar hvorki að nefna tónlistarstefnu né hljómsveitarnafn, en tónleikar þessir voru að sögn "hreint frábærir".

Við gistum svo á litlu gistihúsi hjá tveimur dálítið sérstökum náungum úti á Amager, rétt hjá flugvellinum. Fórum í bæinn á fimmtudag og vorum þar fram eftir degi, Bjarni keypti "nauðsynjar" á Strikinu, en ég gekk enn eina ferð í spor nafna míns Hallgrímsonar. Alltaf jafn gaman að ímynda sér líf íslenskra bændasona í borginni fyrr á öldum og alltaf skil ég betur og betur að þeir skyldu ekki allir hafa haldið sönsum.

Ég keyrði Bjarna svo á völlinn síðdegis en fór svo aftur á gistiheimilið. Um kvöldið fór ég á ég á kínverskan veitingastað á Amager. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en af um 30 gestum staðarins greindi ég af tali manna 8 íslendinga. Þetta er hátt hlutfall, en þó er það svo að maður heyrir íslensku talaða ótrúlega oft og víða, bæði í Kaupmannahöfn og Árósum.

Á heimleiðinn í gær tók ég svo á mig langan krók og skoðaði tvö helstu jarðfræðiundur Danmerkur, Stevn Klint og Möns Klint. Flottir staðir og raunar er eyjan Mön öll mjög sjarmerandi.

Ég er svo á því að mér sé ætlað það hlutverk að greiða laun a.m.k eins stöðumælavarðar í Danmörku. Þeir eru ótrúlega fundvísir á bílinn minn og duglegir að sekta. Lægri upphæð en 500 danskar krónur er ekki að finna í þeirra gjaldskrá og eru sektagreiðslur mínar í mánuðinum þegar orðnar tvær. Og það í bæði skiptin fyrir næstum engar sakir og auðvitað alls ekki mér að kenna.

Ég á að mestu eftir að vinna úr myndunum en læt þó nokkrar fylgja núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband