6.10.2006 | 15:47
Bílastæðin og Múhameð spámaður
Það er ljóst að ég þarf ekki að punga út verðlaunum fyrir myndagátuna. Ég ætla þó að koma með eina mynd í viðbót og eftirfarandi vísbendingu: Þetta er bílastæðið við menntaskólann hans Bjarna sem heitir Egå Gymnasium.
Annars gerðis það helst í dag að hér datt inn um lúguna fyrsta eintak af Nyhedsavisen, hinu íslenskættaða fréttablaði. Hér hefur fjölmiðlaheimurinn snúist um fríblöð allar götur síðan við komum hingað í ágúst, hvernig hægt sé að komast hjá því að fá þennan "ófögnuð" inn um lúguna. Heilu prentsmiðjurnar lifa á því að prenta límmiða á póstkassa - Engin fríblöð takk.
5 - 7 dönsk blöð eru ýmist byrjuð að berast eða í startholunum og öll hafa þau lýst því yfir að þau hætti útgáfu daginn sem helv... Íslendingarnir hypji sig heim.
Og hvað skyldi nú Nyhedsavisen hafa notað sem uppslátt í fyrsta eintaki? Jú - nýja skopmynd af Múhameð spámanni! Nú skal sko sýna umheiminum hver kominn er til valda í fjölmiðlaheimi Danmerkur!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, ekki flókið né frumlegt, skrifað EGÅ GYMNASIUM á stæðið.
Og bíllinn stendur í U-inu.
Næsta getraun, takk.
Þórður (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 23:38
Döööööhhh.... Skammstöfun fyrir skólann! Vissi það allan tímann og hef eflaust sagt Þórði það... ;)
Árni lillebror (IP-tala skráð) 7.10.2006 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.