Danskar bókmenntir og verkföll í skólum

022Bjarni fær hér allar skólabækur ókeypis. Kom heim í dag með nýtt námsefni í dönskum bókmenntum!

Annars er það helst af skólamálum að frétta að hér logar allt í verkföllum í skólakerfinu. Leikskólar víða lokaðir, grunnskólar drógust svo inn í þetta í dag, og í morgun stóðu kennarar og nemendur með spjöld og borða meðfram öllum aðalgötum inn í borgina. Menntaskólanemar hyggjast grípa gæsina og ná sér í frídag til þess að styðja verkfallsmenn. Sér Bjarni fram á skemmtilega daga!

Allt er þetta til komið vegna sparnaðaráætlana stjórnvalda. Sérstakt er að heyra kunnuglegan tón í viðtölum í útvarpinu, við kennara, foreldra og svo ekki síst þegar einn sveitarstjórnarmaður "missti sig" í dag og fór að hóta verkfallsmönnum hýrdrætti og öðru í þeim dúr. Viðbrögðin létu ekki á sér standa hjá verkfallsmönnum. Afskaplega heimilislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband