Að lokka sjálfan sig til líkamsræktar

018Líkamsræktina má ekki vanrækja. Bjarni sér um sig, handbolti og ræktin flesta daga. Svo fékk hann golfsettið sitt og er byrjaður að spila á  Mollerup vellinum. Við komumst nefnilega að því að það er ekkert mál að komast í golf og kostar ekki meira en heima.

Það er annað mál með líkamsræktina mína. Ég hef ekki fundið neitt Fimmleikafélag sem stendur undir nafni, þannig að ég varð að finna mér annað til. Mér hefur gefist nokkuð vel að fara einfaldlega út að hjóla, hér má endalaust finna nýjar leiðir. En mér gengur ekki alltaf jafnvel að hafa mig af stað. Hér var um miðjan daginn úrhellisrigning með þrumum og eldingum, en þegar stytti upp voru fáar afsakanir gildar að fara ekki út að hjóla. Samt þurfti ég að berjast svolítið við sjálfan mig, nóg af handbolta og fótbolta í sjónvarpinu.

En ég kann orðið ráð til að lokka sjálfan mig út að hjóla. Ég segi einfaldlega við sjálfan mig: "Jónas, ef þú verður góður og ferð ut að hjóla, þá máttu taka með þér bakpoka, hjóla út í Risskov hverfið og koma við í uppáhaldsbúðinni þinni".

Þetta dugði í dag.

Myndir úr búðinni og fleiri nýjar myndir í flokknum Haust í Árósum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Jónas. Þetta eru fimmleikar við (þitt) hæfi, sérstaklega ef ég get mér rétt til um uppáhaldsbúðina þína. Annars er vetrarstarf 5A hafið af krafti og nemendur rak í rogastans í fyrsta tíma þegar enginn Jónas var mættur í hraðaupphlaupin og vörn kennarara var þéttskipuð!

Stefán Þór (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband