Umferðin - spurning til Brynjólfs og annarra talnaglöggra

Umferðin hér í borg hefur að sjálfsögðu vakið athygli ökukennarans. Hér búa hátt á þriðja hundrað þúsund manns, um helmingi fleiri en á Reykjavíkursvæðinu. En einhvern veginn hefur tekist að skipuleggja umferðarmannvirki þannig að manni finnst maður aldrei vera svo stórri borg. Ég hef hvergi lent í vandræðum með að finna bílatæði nema við IKEA (tel það nú ekki með þegar ég skrifa um menningarmál eins og umferð).

Það eru vissulega töluverðar tafir á umferð inn í borgina á morgnana og svo aftur á leiðinni út síðdegis. En þetta er aðeins smástund og nánast alltaf get ég keyrt fulla ferð að heiman og niður í háskóla. Suma morgna fer ég klukkan 8:00 af stað og kemst hiklaust leiðar minnar. Umferðin líður einhvernveginn áfram án átaka og þó eru hér í borg ekki ein einustu mislæg gatnamót! Ég hafði á orði eftir um tveggja vikna dvöl að ég hefði ekki séð einn einasta bílstjóra aka í svigi milli akreina. Vissulega hef ég séð það síðan og ég hef komið að slæmu umferðarslysi (mótorhjólaslysi), en samt er blærinn yfir umferðinni allt annar en heima á Íslandi.

Hvað veldur því að þetta gengur svona létt fyrir sig? Ég held að skýringarnar séu nokkrar. Ef ég tæki alla sem sitja á reiðhjólinu sínu við gatnamótin og bíða eftir grænu og setti þá hvern og einn í einkabíl myndi þyngjast verulega um á gatnamótunum. Það er fullt af fólki í strætóunum, jafnvel fólk með bílpróf!

En það sem ég held að skipti mestu er að umferðargötum er gefið mikið pláss og ekki sífellt verið að þrengja að þeim með misgáfulegum aðgerðum. Og svo spurningin til hinna reikningsfróðu - getur verið að grænu ljósin logi miklu lengur en hin rauðu? Þetta er ég orðinn alveg sannfærður um. Auk þess nota hérlendir gulu ljósin alveg eins og hin grænu og stoppa alls ekki fyrr en komið er skærrautt ljós. Þetta fyrirkomulag greiðir verulega fyrir umferðinni á annatímum.

Ég er svo að fara að taka myndir í myndgátuna (sem raunar tengist umfeðarmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skil að umferðamenningin vaki athygli þína. Ég bý í 130 þús manna bæ og hér er umferðin ákaflega róleg samanborið við Reykjavík þrátt fyrir svipaðan mannfjölda. Hjólreiðastígar út um allt sem er dásamlegt og mjög einfalt að koma sér milli staða hjólandi. Hinsvegar er algjörlega ljóst að hér loga rauðu ljósin lengur en þau grænu, hef aldrei vitað annað eins. Liggur við að hægt sé að skilja bílinn eftir, ganga heim setja í þvottavélina og bíða eftir suðunni á kartöflunum, rölta tilbaka og ná restinni af útvarpsfréttunum áður en græna ljósið heiðrar mann með nærveru sinni.

Brynja (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband