Öl skóla og ölþurrð í sveitinni

014Eins og allir vita er ölið matvara og flokkast hér í landi jafnvel sem heilsufæði. Í matvörubúðum er það í hillum með vatni og ávaxtasafa. Á sumum vinnustöðum þykir það næstum jafn sjálfsagt og okkur þykir kaffibolli. Mér fannst því óskaplega gaman og til eftirbreytni að sjá kollega mína í Egå Gymnasium sitja með ölflöskur í höndum úti á svölum kennarastofunnar eftir vinnu á föstudaginn.

Ég gerðist auðvitað ölþyrstur við þá sjón, en fannst að rétt væri að blanda þó öldrykkju við frekari líkamsrækt, ekki síst vegna þess að þetta var á hefðbundnum fimmleikatíma. Ég greip því hjól mitt og hjólaði langt út í sveit. Þar heimsótti ég lítið þorp og ætlaði að leita þar uppi þorpskrána. Hún reyndist engin vera, en öl væri selt í matvörubúðinni. Þyrstur sem ég var lét ég mér það nægja, og hjólaði svo með nestið út á nærliggjandi akur og naut þess þar í veðurblíðunni.

Nokkrar nýjar myndir í flokknum "Haust í Árósum"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa lesið þetta legg ég til að við tökum upp þettan sið á föstudögum. Byggjum sólpall sem nær úr frá Gamla skóla inn að Lystigarði. Liggjum svo þar í sólinni á föstudögum eftir vinnu og sötrum einn öl.

einar (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband