Tölvumál í tölvudeild og hérlendir Guðjónar

Nú er ég farinn að skrifa pistil í miðri kennslustund - hvers vegna, jú hér í tölvudeild Árósaháskóla fer alltaf drjúgur tími  hverrar kennslulotu í það reyna að fá tölvurnar til þess að virka. Þessa stundina er kennarinn að reyna að ná netsambandi og ef það tekst, þá er eftir að fá hljóðkerfið í stofunni til þess að taka við boðum frá tölvunni hans. Þar að auki hrundu gardínurnar niður þegar hann reyndi að myrkva stofuna og svo var hvergi töflukrít að finna í húsinu. En þetta er allt að reddast, en hvaða kennari kannast ekki við það hvað 10 mínútur eru fljótar að fara til einskis við þessar aðstæður.

Ég hélt að tölvukerfið í MA væri einsdæmi, en það virðist lítið skárra hér. Nemendur eru í vandræðum með að fá fartölvurnar til að hanga í netsambandi, mín tölva er enn ekki farin að svara netinu þrátt fyrir margar tilraunir eins af mörgum "Guðjónum". Aðgangur að húsum skólans er tölvustýrður og háður "stúdíukorti" hvers og eins. Eftir nærri mánuð standa nemendur enn í hópum utan húss og ekkert kort virkar til að hleypa mönnum inn. Og það má okkar Guðjón eiga að hann bregst hratt og örugglega við vandamálum samanborið hérlenda. Þeir eru hins vegar nákvæmlega sömu ljúfmennin og vilja allt fyrir alla gera hvenær sem til þeirra er leitað.

Ég er svo að undirbúa verðlaunagetraun á þessu bloggi mínu. Það verður í raun myndagáta sem birtist fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband