Grænilækur og JAVA forritun

Það er óneitanlega svolítið sérstök tilfinning að vera orðinn nemandi í skóla eftir að hafa staðið bak við kennaraborðið í 30 ár. Sérkennilegt að vera orðinn í þeirri stöðu að taka þátt í umræðu um það "hvernig dettur kennurunum í hug að gera þetta svona..." Verst finnst mér þó að mér finnst ég eiginlega ekki passa inn í nemendahópinn, þetta eru svoddan börn. Eiginlega eru sumir kennaranir einnig óttaleg börn - eða er ég kannski að verða svona gamall. Það bjargar þó málum að þeir hafa verið að fá "gamla og reynda" fræðimenn til þess að halda gestafyrirlestra, þá fyrst finnst mér ég vera kominn með kennara!

 Það gladdi mig mjög að síðasti fyrirlesari ber nafn sem bendir til þess að hann eigi rætur að rekja í Mývatnssveit, meira að segja suðursveitina. Hann heitir sem sé Kaj Grønbæk, sem hlýtur að útleggjast Grænilækur (en eins og menn vita rennur Grænilækur úr Grænavatni í Mývatn). Það studdi enn frekar kenningu mína um uppruna mannsins að hann reyndist fróður, skemmtilegur og málglaður.

Meira úr Háskólanum síðar, nú þarf ég að snúa mér að því að vinna heimaverkefni í forritun (sem ég átti að skila í gærkvöldi!). Skemmtilegt námsefni (fyrir mig) en óhemju asnalega uppbyggður áfangi! Kenna á forritunarmálið JAVA á 6 vikum (!), þar af fara tvær síðustu vikurnar í lokaverkefni. Tvisvar í viku eru fyrilestrar fyrir 300 manna hóp. Maður lærir ekki forritun á að horfa á annan mann vaða yfir hlutina í PowerPoint. Bjargar málum að hann er skemmtilegur fyrirlesari. Við keyptum frábæra kennslubók, með frábærum verkefnum sem leiða mann skemmtilega áfram. Tvisvar í viku eru svo æfingatímar í litlum hópum. Skyldi maður ætla að þá yrði nú farið yfir verkefnin i bókinni góðu. Ónei - þá er barist við verkefni í forljótu, fjölrituðu hefti sem virðist vera án höfundar, en allir vita að er eftir kennarana sjálfa, enda hamra þeir stöðugt á að við verðum að kaupa þetta hefti líka, ekki bara bókina góðu. Verkefni þessi, sem við eigum að skila vikulega, eru í litlum sem engum tengslum við efnistökin í bókinni. Nú eru búnar 3 vikur af 4 sem fara eiga í eiginlega kennslu, og við erum búin með um 40 bls. í bókinni sem er 432 bls (fyrir utan indexa).

Best að hætta þessari neikvæðni, ég er að læra heilmikið á þessum áfanga. Boða umfjöllun um aðra áfanga síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirferðin í síðustu vikunni verður þá trúlega ansi snörp... og lokaverkefnið væntanlega 20 vikna vinna!

Baráttukveðjur,

Valur Sæm.

Valur Sæm. (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 10:16

2 identicon

Já Jónas, það er sjálfsagt skrýtið að setjast þarna megin borðsins. Keyptirðu örugglega rétta bók? Talandi um öldunga á skólabekk, þá lenti ég í óþarfri reynslu í fyrra, þegar einn læknirinn sem var að kenna mér leit á mig og sagði ”þú busaðir mig í Menntaskólanum”. Hann stundar augljóslega ekki geðlækningar þessi! Þú sleppur sjálfsagt við svona athugasemdir þarna langtíburtistan. En, það er gaman að sjá hvað þú ert búinn að gera fínt hjá þér og gott að vita að kælirinn virkar. Þú manst að verkið verður tekið út í lok nóvember og birgðirnar kannaðar ;-)

Helga Þyri (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband