Kveðjublogg

Er hægt að hugsa sér betri daga? Vakna að morgni að Aski á Askey og aka til Björgvinjar. Sigla út milli norsku eyjanna og koma að kvöldi á Péttlandsfjörð. Horfa í rökkrinu til Rögnvaldseyjar á Orkneyjum og koma svo landi á Skarabólstað á Katanesi. Leggja sig um stund og sofa væntanlega af sér Gamla manninn við Háey. Vakna svo með Færeyjar framundan. Mér finnst ég nánast hafa dottið inn í Orkneyingasögu einu sinni enn. Þeir sem hafa ferðast um þessar slóðir skilja örugglega hvernig mér líður.

Það verður stutt stopp í Þórshöfn eftir hádegið. Við ætlum þó að skjótast til Þóru og næla okkur í kaffibolla áður en haldið verður í lokaáfangann heim til Íslands. Þar með lýkur þessari ferð - og þessari dagbók minni.

Þegar ég var að undirbúa þetta orlofsár mitt hélt ég að það yrði skrítið að flytja til annars lands og setjast þar að. Það reyndist alls ekki svo, en þeim mun undarlegri er tilfinningin núna á heimleiðinni. Að þetta sé nú allt að baki og e.t.v aldrei tækifæri til að endurtaka leikinn, þó ekki væri nema að hluta til, er nánast óbærileg tilfinning. Þar sem ég sit hér og hugsa til baka er ég að verða eins grenjuskjóðan Friðrik, verðandi konungur Dana, mér vöknar hreinlega um augu. En það koma tímar og koma ráð - og það verður gaman að koma heim á morgun.

Ég verð að lokum að þakka kærlega öllum sem hafa lesið þetta blogg. Ég efast um að ég hefði nennt að halda þessu úti ef ég hefði fundið að töluverður hópur fólks hafði gaman af. Það var líka alltaf jafngaman að fá viðbrögð við skrifunum og finna að mönnum var ekki alveg sama um mig og mína.

Að lokum skora ég á alla þá sem vettlingi geta valdið að vinna að því að sem flestir, kennarar og aðrir, eigi kost á svona orlofsári oftar en einu sinni á starfsferlinum. Ekki bara "kannski" seint og um síðir. Ég ætla ekki að segja að þetta skili mér heim sem alveg nýjum manni, en ótrúlega hefur þetta hresst upp á sálartetrið og væntanlega endurnýjað starfsgleðina. Þurfa ekki margir vinnustaðir á slíku að halda?

Takk fyrir okkur
Jónas, Gunna og Bjarni


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Það er nú gott að þið skulið vera að koma heim aftur. Samt skil ég tilfinninguna - þetta er svo ótrúlega merkilegt að fara svona og vera (lengi) í burtu. Auðvitað hafa allir gott af þessu, þið þrjú og vinnustaðirnir ykkar líka. Enginn veit hvað átt hefur o.s.frv. Svo þekki ég það að maður kemur einhvern veginn í nýjum gír til starfa aftur, þótt það séu sömu störfin.

 Verið velkomin heim!

Valdimar Gunnarsson, 11.7.2007 kl. 15:58

2 identicon

Kæru Jónas og Gunna!

Gaman var að hitta ykkur hér í Tórshøfn smástund í dag. Við óskum ykkur góða ferð áfram og komið fljótt aftur!

Tóra, Martin, Gullý og Jónas

Martin Næs (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:41

3 identicon

Kæra fjölskylda.

Líklega hafið þið ekki reiknað með því að gamall nágranni úr Kringlumýri hafi verið einn af ykkar dallegu gestum en svona var það nú samt.

Takk fyrir að leyfa þeim sem skoðuðu að fylgjast með sérstaklega þótti mér gaman að lesa ferðasögur ykkar því  fjölskyldan mín  var einmitt á mörgum þessara staða sl. sumar.

Velkominn heim og takk fyrir mig.

Gunnar Níelsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:32

4 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Æi, það verður gott að fá ykkur heim.

Þegar ég kom frá Frakklandi fyrir 11 árum eða svo sagði ég að svona orlofsár ætti ekki að vera heimilt einu sinni á ævinni heldur skylda á 10 ára fresti.

Ég hef ekki skipt um skoðun og núna sæki ég um á hverju ári að komast í orlof. Kannski vonlaust, en það segir sína sögu. Sendir skilaboð til þeirra sem um binda.

Velkomin. 

Sverrir Páll Erlendsson, 11.7.2007 kl. 23:30

5 identicon

Sæl Jónas, Gunna og Bjarni.

Takk fyrir samverustundirnar hérna í Árósum, kvöldverðinn í Egå og kennslustundirnar á Finlandsgade.  Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími og ég er mjög ánægður að eiga eftir heilt ár hérna í Danaveldi.

Á þessu litla námsferðalagi mínu er ég búinn að hitta fyrir tvo stórskemmtilega menntaskólakennara, ég fetaði í fótspor Sverris Páls í Aix-en-Provence og sat núna á skólabekk með Jónasi.  Það gerir þetta stutta ferðalag enn skemmtilegra, gaman að geta rætt um gamla tíma við gömlu menntaskólakennarana.

 Hafið það gott á Akureyri og vonandi hittumst við þar eftir eitt ár.

Óli, Dagný og Danni í Tilst. 

Ólafur Helgi Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 08:39

6 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Elsku Jónas og Gunna,

nú byrjar maður á einhvers konar kveðjubréfi þótt maður sé að fá ykkur heim! Það verður sárt að missa þetta blogg sem hefur verið fastur punktur í netverunni síðastliðið ár en mun betra að fá ykkur hjúin heim.

Fólk í MA hefur fengið hræðsluköst af og til í vetur og menn hafa stunið upp úr sér á göngum MA „Ætli Jónas setjist ekki bara að þarna, honum líkar svo vel. - Hann kemur sjálfsagt aldrei aftur!“. Menn þurfa ekki að óttast það lengur og það er mikill léttir. Meira að segja hafa menn munstrað þig í miklu meiri kennslu en þú ætlaðir þér, til þess nú að tryggja það að þú hafir ekki tíma til að hugsa um neitt annað framvegis.

Það verður gott að kenna þér við hlið í vetur, félagi :)

Guðjón H. Hauksson, 12.7.2007 kl. 10:12

7 identicon

Takk fyrir skemtilegt blogg. Ég hef lesið það reglulega þó ég hafi ekki kvittað fyrir. Velkomin heim. Hildur G.

Takk fyrir skemmtilegt blogg. Ég hef lesið það reglulega þó ég hafi aldrei kvittað fyrir. Velkomin heim.  Hildur G.

Hildur Gunnarsd (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 12:49

8 identicon

Tad verdur einu faerra bloggi i minum daglega leshring, buin ad hafa mikid gaman af lestrinum. Goda ferd heim og eg er svo sannarlega sammala ter ad lifid erlendis hressir mann og baetir. Godar kvedjur fra Brasiliu.

 Eva og Lalli

Eva fraenka (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband