6.7.2007 | 20:26
Kveðjustund - en ekki kveðjublogg
Við kvöddum Árósa í dag, fullkomlega sátt við Guð og menn hér á Jótlandi. Fórum sem sagt niður í miðbæ síðdegis og gengum síðustu ferðina um göngugötuna, litum inn í HM og nokkrar skó- tölvu- og bókabúðir. Kvöddum fólk sem við höfum kynnst, keyptum stígvél á Gunnu (það er sú vara sem er í mestu úrvali í skóbúðunum þessa dagana).
Það er gríðarleg útihátíð í gangi á hafnarsvæðinu, samankomin yfir 100 seglskip af öllum stærðum og gerðum. Sölutjöld, tívolí og tónleikar. Fórum á útitónleika með dönskum Stuðmönnum "Danser med drenge". Kvöddum svo Jensens buffhús.
Snemma í fyrramálið höldum við svo af stað til Hirtshals og tökum ferju til Noregs. Ég vonast til að komast þar í netsamband, og svo jafnvel í Færeyjum. Þetta verður því ekki neitt lokablogg, en ég lofa að hætta þegar ég kem á Seyðisfjörð!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og það verður gott að fá þig og ykkur til baka, þá verður líka mikill missir af blogginu þínu, Jónas. En ég óska ykkur góðrar ferðar heim og við hlökkum til að hitta ykkur heima og halda upp á afmæli Gunnu :o)
Eyjafjörðurinn er að búa sig undir komu ykkar, er að vökva tún og móa, blómin sperra sig upp til himins og bændur raka tún sín. Guðjón kaupir tölvur og á hann sækja hugmyndir með þeim hætti, varðandi, og þesslega séð að hann vart sefur yfir því að brátt kemur Jónas og aðstoðar hann við UTN og FER.
Það verður frábært, svona unaðslega séð, að hitta ykkur aftur heima á fróni.
Njótið ykkar á heimleiðinni,
- ghh
Guðjón H. Hauksson, 7.7.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.