1.7.2007 | 18:18
Hvað er gott veður?
Þá er komið að þeim fyrirkvíðanlegu dögum, við erum byrjuð að pakka saman hér í Árósum. Eigum von á gámi undir megnið af dótinu eftir tvo daga, troðum svo restinni í bílinn og siglum til Noregs um næstu helgi.
Gestakomum er að mestu lokið, einhver matarboð eru þó eftir. Vonandi verður kappið við niðurpökkun þó ekki svo mikið að það þurfi að sitja á gólfinu og borða af pappadiskum.
Við erum raunar farin að hlakka verulega til að koma heim og vonumst til að sjá þá bláan himin! Á meðan við fáum fréttir að heiman af sólbrenndu fólki og sólarexemi (að vísu líka hálku á fjallvegum!) horfum við dag eftir daga á gráan himininn. Eftir vikuna góðu sem Björk var hér með fjölskylduna hafa bara komið dagpartar með þokkalegu veðri. Danir eru almennt orðnir heldur daprir, útivistarsvæði eru tóm, einstaka harðjaxlar sitja kappklæddir á útiveitingahúsum og þegar við ókum með ströndinni nú síðdegis á sunnudegi voru þar örfáir á gangi með hundana sína. Og það er ekkert að sjá í veðurspánni annað en áframhaldandi "gráviðri". Nú í kvöld er enn byrjað að rigna og spáð mikilli úrkomu í nótt.
Það er svo sem þokkalega hlýtt á íslenskan mælikvarða, 15 - 18 gráður alla daga. En eftir þetta ár í Danmörku ég er að komast á þá skoðun að hitastigið skipti minnstu máli þegar talað er um gott veður.
Af því að mynd af pappakössum er varla mjög spennandi ákvað ég að nota tækifærið og birta með þessu bloggi mynd af einu gestum vetrarins sem sem gleymdist að heiðra með myndbirtingu á sínum tíma. Þórður og Helga voru raunar fyrstu gestirnir okkar og verðum við bara að biðjast forláts...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.