29.6.2007 | 19:25
Tívolí og hjartaaðgerð
Sumarblíðan lætur á sér standa, alskýjað og smásúld öðru hverju í dag. Drifum okkur þó í Tívolí og vorum þar lengi dags ásamt örfáum öðrum gestum. Anton prófaði hvert tækið á fætur öðru og skemmti sér konunglega.
Svo var grillað við frumstæðar aðstæður í rigningu undir kvöldið. Að máltíð lokinni lagði Anton afa sinn á gólfið og tók fram öll sín smíðatól. Boraði gat á brjóstkassann, sagaði burtu óþarfa bein og kom fyrir nýju hjarta sem hann bjó til úr leirnum sínum. Notaði svo tækifærið og festi allar lausar skrúfur í gamla manninum.
Það þarf ekki að taka það fam að það verður söknuður á bænum þegar þau halda í burtu á morgun, en það er þó gott til þess að vita að ekki líður jafnlangt og síðast þar til við hittumst aftur.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.