Íslendingar í sumarfríi...

Anton búinn að moka yfir pabba sinn...halda sínu striki hvað sem tautar og raular. Við vorum alltaf með það á planinu að fara á ströndina í dag, og það gerðum við auðvitað. Það var farið að létta verulega til um hádegið þótt enn væri hvasst og hitinn ekki nema um 15 gráður. Til þess að reyna að finna skjól varð að finna strönd sem snéri "rétt". Héldum því til Grenaa og drifum okkur þar í sólbað. Sólin skein raunar bara endrum og sinnum milli skýjanna og stormurinn feykti sandinum um ströndina. Við gáfumst þó ekki upp og fórum meira að segja í sjóinn um stund. Hann var ískaldur og enn kaldara var að koma upp úr.

Það þarf varla að taka fram að við vorum nánast ein með alla ströndina. Bæjarstarfsmenn voru að gera við girðingar, kappklæddir í næðingnum og nokkrir sumarbústaðagestir komu fram á bakkann til þess að sjá fólkið sem var í sólbaði við þessar aðstæður.

En við skemmtum okkur vel um stund og náðum að gera allt sem tilheyrir svona strandferð eins og sést á myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband