27.6.2007 | 20:07
Hið versta hrakviðri
Það er fátt hægt að segja um daginn í dag annað en að hér gekk yfir versta veður á þessum árstíma í manna minnum. Þó telja langminnugir að hugsanlega hafi komið svipaður dagur í júnílok 1932. Það rigndi um 60 mm seinni hluta nætur og í morgun, vindur hefur verið upp undir 20 metrum á sekúndu og hitinn fallinn niður í 10 gráður nú undir kvöldið. Tré hafa fokið, ferjur liggja í höfnum og þýskir túristar foknir til síns heima með tjöldum sínum og öðrum farangri.
Til þess að gera nú eitthvað úr deginum tókum við það til bragðs að fara í sund. Eina nothæfa sundlaugin fyrir fjölskyldufólk er í Horsens, en þótt veðrið væri mikið tekið að lagast tók um klukkustund að komast þangað. En við skemmtum okkur þar vel og lengi.
En veðurspáin er betri fyrir næstu daga og vonandi að við getum verið meira úti við, jafnvel komist með nestiskörfu niður að ströndinni.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman í Horsens. Ég minni á stórglæsilega vídeóklippu af undirrituðum á þessum vef þar sem hann stingur sér undurlétt og fimlega af gríðarlega háu stökkbretti einmitt þarna í Horsens. Það rigndi nú líka duglega þegar við keyrðum þarna yfir, þótt við höfum líklegast sloppið betur þá.
En Jónas, þú skuldar enn Frímanni upptökuna af honum á téðum palli :o)
Guðjón H. Hauksson, 28.6.2007 kl. 14:52
sæll Jónas
rakst á síðuna þína fyrir tilviljun í vetur og hef litið við annað slagið síðan. Er gamall nemandi þinn og hef haft gaman af að lesa um Danmerkurævintýri ykkar. Bjó þar sjálf og á þaðan góðar minningar, m.a um "óveðrið mikla", en þá fyrst fannst okkur Íslendingunum vera komið eitthvað veður. Langaði bara að kvitta fyrir komurnar á síðuna nú þegar styttist í að þið haldið heim á Frón. Ef þið eigið lausan dag get ég mælt með ferð á Fjón ; www.egeskov.dk
bestu kveðjur
Berglind I. (stúd. MA 1995)
Berglind (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.