26.6.2007 | 19:44
Aðeins að glaðna til
Eftir úrhellisrigningu í gærkvöldi og framundir morgun glaðnaði til undir hádegið. Við pökkuðum þá enn einu sinni í nestiskörfuna og héldum í bíltúr. Litum við á nokkrum af hæstu hólum Danmerkur og ókum svo í átt til Silkiborgar. Þegar við nálguðumst bæinn var sólin farin að sýna sig og við stoppuðum því á baðströndinni góðu við stöðuvatnið rétt sunnan við bæinn. Drifum nestiskörfuna fram á vatnsbakkann og fórum úr sokkum og skóm og sulluðum um stund. Höfðum alla ströndina fyrir okkur, heimamenn virtust ekki hafa áttað sig á að veðrið væri orðið þolanlegt.
Nú er aftur spá hellirigning á morgun en síðan virðist bjartara framundan. Ekki veit ég hvort það stendur í einhverju samhengi við að Hrólfur bróðir og hans familía fljúga heim á morgun. Hitinn féll jú um 10 stig þegar þau komu til landsins...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.