24.6.2007 | 18:40
Anton afastrákur
Anton mætti á flugvöllinn í Billund með foreldrum sínum í gærkvöldi og við tókum auðvitað á móti þeim þar. Þreifuðum okkur í gegnum reykjarmökkinn frá óteljandi jónsmessubrennum heim til Árósa.
Í dag höfum við svo verið á ferðinni, byrjuðum á því að heimsækja "bambagarðinn", stóra girðingu í suðurbænum þar sem "bambar" ganga um í stórum hjörðum, spjalla við börnin og þiggja gulrætur og epli af ferðamönnum. Fannst Antoni þeir jafnvel fullágengir á stundum og notaði lítið prik til að halda þeim í öruggri fjarlægð.
Síðdegis fórum við svo á ströndina í piknikk þótt veðrið væri ekki alveg nógu gott til sólbaða. Gaman samt að sulla aðeins og leika sér í sandinum. Nú er amma gamla að leira við stofuborðið.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.