Smástund milli stríða

SjúkraskírteiniðÁrni, Kristín og krakkarnir fóru frá okkur í morgun eftir skemmtilega daga - og allt í einu erum við tvö í kotinu og verðum það alveg þar til á morgun! Við brugðum okkur í sund og sitjum nú og skrifum á minnislistann það sem eftir er að gera fyrir heimferð. Það er nefnilega svo ótrúlegt að við eigum ekki eftir að vera hér í nema tvær vikur. Að það séu liðnir 11 mánuðir síðan ég tróð dótinu okkar í bílinn og kom honum í skip er einhvernveginn svo óraunverulegt.

Bjarni hefur það gott heima á Akureyri, hnéð tekur mjög hröðum framförum undir öruggri stjórn Gunnars Svanbergssonar. En kerfið er samt við sig, eins og ég nefndi áður á blogginu var ekki alveg sjálfsagt að hann mætti flytja frá foreldrum sínum, ekki orðinn 18 ára. Það varð því úr að við sögðum af okkur sem foreldrar hans og gáfum skriflega yfirlýsingu um að Helgi bróðir hans tæki við umsjón með barninu. Svo tók auðvitað tryggingastofnun við sér og gaf út nýtt sjúkraskírteini fyrir Helga þar sem Bjarni telst vera barn hans! Þetta skírteini verður geymt með öðrum minjagripum um þessa Danmerkurdvöl.

Svo er bara spurningin hvort Helgi afhendir okkur barnið aftur þegar við komum heim, eða hvort hann heldur honum með öllum sínum kostum og göllum, borgar fyrir hann bílprófið o.s.frv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband