20.6.2007 | 19:18
Sundkappar og safnaferðir
Aðeins skroppið í búðir í gærmorgun, en þegar brast á með blíðviðri um hádegið var ekki lengur til setunnar boðið. Pökkuðum nesti og nýjum, dönskum skóm í körfu og héldum á uppáhaldsströndina okkar, Følle strand, lögðumst þar í sólbað og busluðum í sjónum fram eftir degi. Ég tók auðvitað töluvert af myndum (og bróðir minn tók einar líka tvær). Mér voru hins vegar settar nokkrar skorður hvað varðar birtingu myndanna á vefnum.
Síðdegis sýndum við gestunum meira af Mols og skoðuðum okkum m.a. um í Femmøller og Ebeltoft.
í dag var fyrst haldið í Bazar Vest og City Vest, en upp úr hádegi ókum við norður til Gl. Estrup og skoðuðum söfnin þar. Byrjuðum á herragarðssafninu, en síðan héldum við yfir á landbúnaðarsafnið. Var ósköp notalegt að ganga um með litlabróður og skoða vélarnar, sjá marga gamla kunningja úr sveitinni eins og Massey Ferguson Starra í Garði og Fordson Major þeirra Vogunga (eða áttu þeir kannski bara Ford?). Þegar loka átti safninu munaði minnstu að við yrðum innlyksa hjá gömlum þreskivélum og þúfubönum.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.