18.6.2007 | 20:06
Vídeó og verslunarferðir
Óskar, Helga og fjölskylda héldu af stað suður til Þýskalands snemma í morgun. Áður en farið var í háttinn í gær barðist Sindri við að koma ferðasögunni á vídeóformi inn á bloggið sitt. Naut hann þar öruggra leiðbeininga okkar bræðra eins og sést á myndinni. Gekk frekar brösuglega, enda maðurinn með Macintosh tölvu (!). Kannski má þó kenna netsambandi heimilisins um frekar en tölvunni. Ég mæli eindregið með að menn líti á bloggið hans, og spili vídeóið þar sem hann hælir Gunnu fyrir matseldina og mér fyrir netsambandið!
http://sindri-sax.blogspot.com/
Þær konur sem eftir voru héldu í verslunarferð fyrir hádegið, svona til þess að taka úr sér mesta hrollinn. Eftir hádegið fóru svo Árni og Kristín með litlu krílin sín tvö til Randers til þess að skoða regnskóginn og dýrin þar.
Pizza í kvöldmatinn...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.