17.6.2007 | 16:41
Fjölmenni á þjóðhátíð
Þótt fyrirsögnin hljómi eins og í Mogganum eftir verslunarmannahelgi, þá á þetta við um Bredkær Vænge þann 17. júní.
Hér komu sem sagt í gær Óskar, Helga og synirnir þrír akandi utan úr rigningunni í gær og fengu að tjalda sínu fellihýsi á bílastæðinu. Vakti það brambolt nokkra athygli nágrannanna, og gengu pólverjarnir af neðri hæðinni nokkra hringi í kringum landroverinn. Þykir hann líklega nokkuð tröllslegur fyrir danskar íbúðagötur.
Svo komu Árni, Kristín og Sveinn Áki úr ferð sinni til Skagen og komu sér fyrir í gestaherberginu.
Eftir kvöldmatar-kjúklingabringurnar förum við í langa gönguferð um Egå og komum m.a. við á hverfiskránni góðu við höfnina.
Nú bíðum við eftir því að Elísabeth birtist með lestinni frá Kaupmannahöfn. Þegar hún verður komin verður hér þjóðhátíðarkvöldverður með þessum stóra gestahópi.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, hæ.
Það er greinilega altaf nóg að gera hjá ykkur í gestamóttökunni :-) Enda hver að verða síðastur að heimsækja ykkur, ekki satt.
En ég hlakka til að bjóða ykkur í kaffi á Akureyri þegar sumri tekur að halla :-)
Knús Sibba
Sibba (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.